fimmtudagur, janúar 26, 2006

Sósi á glænýjum SKI-DOO renegade 600 mxz!

Þessi mynd var tekin af Sósa rétt áður en hann keyrði sleðann í klessu. Takið eftir því hvað Sósi er reffilegur á tryllitækinu, geri aðrir betur.
Sósi kátur sem slátur!

Þetta er mynd af Sósa er hann var á Lannsanum í góðum gír. Það var mikil stemmning á spítalanum allan tímann og voru allir á deildinni hinur hressustu. Náunginn sem lá í næsta rúmi við Sósa var sá eini á deildinni sem ekki var hress og hafði Sósi af því nokkrar áhyggjur. Sósi spurði því veslinginn hverju sætti og hvað hefði komið fyrir hann. Hann svaraði því til að hann hefði reynt að kála sér en mistekist og hló að því sögðu alveg brjálæðislega svo skein í skorið lungað á honum. Sósi spurði hjúkkurnar hvort að slíkir menn ættu ekki að vera vistaðir á geðsjúkrahúsi en þeim fannst hann bara algert krútt! Djös rugl mar!
Sósi á ferð og flugi!

Jæja þá er Sósi loks komin á lappir og allur að hressast. Myndin hér að ofan var tekin er Sósi lagði upp í hina afdrifaríku ferð þann 16. janúar síðastliðinn sem næstum dró kallinn til dauða :( Þarna var allt í lukkunar velstandi og Sósi brattur að vanda. Það átti nú eftir að breytast hálftíma síðar er Sósinn keyrði inn í árbakka og endasentist eina 23 metra.