fimmtudagur, desember 30, 2004

Samkvæmt kortinu hér að neðan þá hef ég komið til 17 landa á ferðalögum mínum um ævina. Það segir mér að ég hafi heimsótt 7% þeirra landa sem eru á kortinu.


create your own visited countries map
or vertaling Duits Nederlands

miðvikudagur, desember 29, 2004


Rakel og Mamma í eldhúsinu á aðfangadag! Posted by Hello

Úpps, vitlaus mynd. Hér kemur SAGA mín. Posted by Hello

Gvöð hvað það er nú miklu skemmtilegra að vera með myndir á bloggsíðunni sinni. Rakel konan mín er ekki með neinar myndir á sinni bloggsíðu, enda er hennar síða miklu ljótari en mín. Ég mun vera með að minnsta kosti eina mynd með hverri færslu inná síðuna. Hérna er til dæmis mynd af henni SÖGU þar sem hún er að glugga í íslenskar bókmenntir, svei mér þá ef hún ætlar ekki að verða alveg eins og mamma sín. Posted by Hello

Siggi flottur í nýju jakkafötunum sem hann valdi sjálfur. Hann var miklu flottari en pabbi sinn, sem má muna sinn fífil fegurri. Posted by Hello

Saga sæta eftir jólabaðið! Hún var ekki kát með að vera rifin uppúr baðinu og vafin inn í handklæði í músarlíki. Posted by Hello

Rakel og börnin Posted by Hello

Jólatréð ógurlega Posted by Hello
Jæja þá er ekki seinna vænna en að byrja að blogga aftur víst kerlingarhróið hún Rakel Loðmfjörð hefur þegar sett sig í blogg stellingar fyrir þremur dögum. Nú er jólin búin og allir gjörsamlega búnir á því andlega og líkamlega. Þetta voru ágæt jól en full stutt í annan endann fyrir minn smekk, hefðu mátt vera svona viku lengur. Þá hefði maður getað skellt sér á skíði í bláfjöllum og keyrt eitthvað upp í sveit og farið í göngutúra.
En við vorum með flott jólatré þetta árið eins og endranær og ætla ég að skella mynd af því hér inn á síðuna.