miðvikudagur, október 18, 2006

Það er fallegt á Grænlandi!


Sósi slafrar í sig eista á Grænlandi!

Það er ýmslegt sem menn láta plata sig út í. Sósi lét Svenna plata sig til þess að kyngja eistanu úr tarfinum sem hann skaut á Grænlandi. Svenni laug því að Sósa að það væri siður að slafra í sig kynfærunum eftir að maður skyti sitt fyrsta dýr. Sósi kann Svenna litlar þakkir fyrir og hugsar honum þegjandi þörfina.

Sósi skýtur allt í spað á Grænlandi! Sósi fór til Grænlands á dögunum í þeim tilgangi að veiða fisk og skjóta Hreindýr. Það heppnaðist vonum framar og veiddi Sósi tugi fiska og skaut 120 kg. tarf. Eins og Sósa einum er lagið skaut hann tarfinn með stæl þ.e.a.s. skaut hann í tætlur. Sósi skaut 7 skotum á kvikindið 4 þeirra hittu í mark en þrjú enduðu annað hvort í öðrum hreindýrum eða úti í sjó. Sósi skaut meðal annars hornið af tarfinum (sem hefur samkvæmt heimildum aldrei verið gert svo lengi sem elstu menn muna) skaut það í nefið, rassgatið og að lokum í miltað. Eftir þennan atgang Sósa var þó tarfurinn ekki dauður og endaði með því að Sósi þurfti að stinga hníf í heilann á dýrinu og skera það á háls. Annars var þessi ferð eitt ævintýri og góðir félagar með í ferð.