föstudagur, október 26, 2007

Lomman á leið út á vinnumarkaðinn á ný!

Sú frétt var að berast í hús að frú Loðmfjörð hefði ráðið sig í vinnu hjá ónefndu fyrirtæki hér í bæ og eru allir nánustu ættingjar og vinir hæstánægðir og guðs lifandi fegnir með þennan ráðahag Lommunar og óska henni velfarnaðar í starfi. Lomman hefur eins og flestir vita setið að sumbli og neitt matar og drykkjar í ómældu magni þá mánuði sem öngvin var vinnan og hefur nú bætt á sig um 15 kílóum af mör (Heimild: Sósi). En nú sér fram á bjartari tíð með aur í vasa og rass í rækt enda öngvin tími fyrir sukk og svínarí lengur. Lomman hefur nú þegar fjárfest í dragt og fartölvu eins og bissnesskvenna er siður og þykir Sósa það miður enda fjárhagurinn í rúst eftir margar langar og strangar utanlandsferðir undanfarið. En koma tímar koma ráð ef vel er til sáð og ekki stendur á Sósa þegar gengið er til sáningar (meira ruglið).

fimmtudagur, október 25, 2007

Ægir hættur í kennslunni og komin í Háskólann

Ægir Sigurgeirs hefur sagt skilið við kennslustörfin í bili og hefur snúið sér að námsbókunum. Þessi mynd var tekin af kauða er hann var á leið í vísindaferð með bekknum sínum og virtist hann vera töluvert meira ölvaður en skólafélagar sínir.
Gísli Ölver í Simmebbinu!

Gísli Ölver Sigurðsson vinur Sósa til margra ára "lennti í því" eins og svo margir aðrir, að fara aðeins yfir strikið á Visakortinu þegar hann var í útlöndum um daginn. Gísli lét það þó ekki slá sig útaf laginu frekar en fyrri daginn og réð sig því í aukavinnu hjá Mcdonalds þar sem hann átti að sjá um sinnepið. Eitthvað virðist Gísla hafa farist það illa úr hendi því hann réð engann veginn við verkefnið og glutraði sinnepi niður hægri vinstri. Er Sósi sló á þráðinn til kauða og spurði hverju skipti, svaraði hann "Æji ég veit það eiginlega ekki, ég er vanur að höndla með gaura og fírtommu en ekki með eitthvað helvítis glundur í krús" Gísli var engu að síður kosinn starfmaður mánaðarins enda var hann snöggur að þrífa upp simmebbið eins og hann kallaði það, og gekk auk þess í öll önnur helstu störf óumbeðinn.
Lomman komin heim frá New York

Eins og flestum ætti að vera kunnugt um þá fór Lomma með Sósa sínum til New York síðastliðna helgi og skemmti sér vel í Sósahrammi. Lommuhróið notaði tækifærið og fór í fegrunaraðgerð að hætti New York búa og lét fylla aðeins í barminn og fékk sér nýjar tennur. Sósi er ekki alveg á því að vel hafi tekist til og lætur því lesendum Sósabloggs það eftir að segja til um hvernig til tókst. Hvað segið þið, þumall upp eða niður?
Það eru fleiri en Sósi sem eru snaróðir í snakkinu!