föstudagur, október 26, 2007

Lomman á leið út á vinnumarkaðinn á ný!

Sú frétt var að berast í hús að frú Loðmfjörð hefði ráðið sig í vinnu hjá ónefndu fyrirtæki hér í bæ og eru allir nánustu ættingjar og vinir hæstánægðir og guðs lifandi fegnir með þennan ráðahag Lommunar og óska henni velfarnaðar í starfi. Lomman hefur eins og flestir vita setið að sumbli og neitt matar og drykkjar í ómældu magni þá mánuði sem öngvin var vinnan og hefur nú bætt á sig um 15 kílóum af mör (Heimild: Sósi). En nú sér fram á bjartari tíð með aur í vasa og rass í rækt enda öngvin tími fyrir sukk og svínarí lengur. Lomman hefur nú þegar fjárfest í dragt og fartölvu eins og bissnesskvenna er siður og þykir Sósa það miður enda fjárhagurinn í rúst eftir margar langar og strangar utanlandsferðir undanfarið. En koma tímar koma ráð ef vel er til sáð og ekki stendur á Sósa þegar gengið er til sáningar (meira ruglið).

Engin ummæli: