fimmtudagur, október 25, 2007

Gísli Ölver í Simmebbinu!

Gísli Ölver Sigurðsson vinur Sósa til margra ára "lennti í því" eins og svo margir aðrir, að fara aðeins yfir strikið á Visakortinu þegar hann var í útlöndum um daginn. Gísli lét það þó ekki slá sig útaf laginu frekar en fyrri daginn og réð sig því í aukavinnu hjá Mcdonalds þar sem hann átti að sjá um sinnepið. Eitthvað virðist Gísla hafa farist það illa úr hendi því hann réð engann veginn við verkefnið og glutraði sinnepi niður hægri vinstri. Er Sósi sló á þráðinn til kauða og spurði hverju skipti, svaraði hann "Æji ég veit það eiginlega ekki, ég er vanur að höndla með gaura og fírtommu en ekki með eitthvað helvítis glundur í krús" Gísli var engu að síður kosinn starfmaður mánaðarins enda var hann snöggur að þrífa upp simmebbið eins og hann kallaði það, og gekk auk þess í öll önnur helstu störf óumbeðinn.

Engin ummæli: