"You can live to be a hundred if you give up all the things that make you want to live to be a hundred"
laugardagur, janúar 29, 2005
fimmtudagur, janúar 27, 2005
Við frónverjar erum hálfpartinn að skíta í deigið á HM í handbolta. Rétt mörðum Kúveit í gær með 9 mörkum. Viggó kennir kuldanum í húsinu sem er víst við frostmark og dómurunum eins og venjulega. Hvaða endemisvitleysa er þetta í manninum? Andstæðingar okkar þurfa að glíma við alveg sömu aðstæður, og ekki finnst mér dómararnir hafa verið okkur eitthvað óhliðhollir. Við verðum teknir í óæðri endann ef við förum ekki að hysja upp um okkur buxurnar í þessari keppni. Eitt gleður þó augað í þessari keppni og það eru sænsku klappstýrurnar, þær klikka ekki frekar en fyrri daginn (ég hata samt Svía).
Eins og kemur fram á blogginu hjá Rakel er alveg með ólíkindum hvað Saga er búin að vera veik uppá síðkastið. Okkur hefur orðið lítið svefnsamt síðustu vikur og erum orðin ansi lúin, bæði á sál og líkama. Bað nágrannana að smella af okkur mynd í morgun þegar ég var að fara með Sigga í skólann. Það er sko engin lygi, að við lítum hreinlega út eins og skítahaugar. Þeir sem vilja minnast okkar eru beðnir um að leggja pening inná 0111-26-27650 í Landsbankanum.
Það á ekki af henni Sögu minni að ganga. Hún er búin að vera meira og minna veik núna í rúman mánuð. Núna er hún með vírus í auganu, hálsbólgu, kvef og hita, ælupest og síðan hóstar hún í sífellu. Grey kellingin, hún fékk sýkinguna í augað þrátt fyrir að hún sé að taka pensilín og það virðist allt ganga á afturfótunum. Hún er nú samt alveg ótrúlega hress og er ekkert að kvarta. Ég og Rakel sváfum því lítið í nótt. Rakel er heima með Sögu og ég ætla að vona að þær nái að sofa eitthvað fram eftir.
miðvikudagur, janúar 26, 2005
Eins og flestir landsmenn vita þá flutti hún Jórunn Loðmfjörð norður á Akureyri síðastliðið sumar. Hún hefur nú aðlagast samfélaginu að flestu leyti og er þegar farin að taka virkan þátt í starfi kvennfélagsins. Jói var svo elskulegur að gefa Jórunni bíl í jólagjöf svo hún ætti auðveldara með að komast á fundi hjá kvennfélaginu og einnig til að ná í hann á barinn. En Adam var ekki lengi í Paradís, Jórunn er nú þegar búin að rústa nýja fína bílnum. Hún var að verða of sein á kvennfélagsfund og steig því heldur þétt á bensínpedalann með þeim afleiðingum að hún skrensaði næstum því út í sjó. Það sem varði henni til bjargar var að snekkjan hans Jóns Ásgeirs (kenndan við Bónsussvínið) lá þar við festar og bjargaði því sem bjargað varð. Jórunn slasaðist sem betur fer ekkert, en hún var mjög svo hissa á þessu öllu saman þegar blaðamenn Akureyrarpóstsins náðu mynd af henni á bryggjupollanum við Pollinn. "Gvuð minn góður, hvað ætli Jói segi núna" sagði Jórunn við blaðamenn er hún skundaði á brott í nýju dragtinni sinni.
Impreglio, hið skemmtilega ítalska verktakafyrirtæki sem nú býður í ofvæni eftir því að íslensk stjórnvöld samþykki atvinnuleyfi fyrir eins og eitt tonn af Kínverjum er farið að leiðast þófið. Þeir hafa nú tekið til þeirra ráða að flytja inn fólk frá Austu- Evrópu í hanskahólfunum á bílunum sem þeir eru að flytja inn í sambandi við framkvæmdirnar við Kárahnjúka. Íslenskir tollarar fundu þessa pólsku stelpu í hanskahólfinu á Dodge Start við handahófskennt tékk í síðustu viku.
Mikið andskoti er ég orðin leiður á fjandans aukavinnunni sem ég er í núna. Búin að vera að sparsla og slípa langt fram á kvöld í ryki og viðbjóði sem er alveg að gera mig gráhærðan. Slakaði samt vel á þegar ég kom heim í gærkveldi, smellti mér í hvítu innifötin mín, fékk mér eina feita og sérrýtár til þess að væta kverkarnar (maður verður svo þurr í munninum af helvítis grasinu). Vafði síðan utan um mig ullarvoðinni minni og sprangaði dálítið um í Gullna þríhyrningnum (Þingholtunum) og tékkaði á stemmningunni hjá millunum nágrönnum mínum áður en ég lagðist til hvílu með minni heittelskuðu. Svaf vel í nótt vitandi að öryggismyndavélarnar á villunum hjá millunum í nágrenninu vakta líka mitt hús fyrir innbrotsþjófum og öðrum óþjóðalýð á meðan ég sef.
þriðjudagur, janúar 25, 2005
Það var hringt frá leikskólanum eina ferðina enn. Röddin í símanum sagði "Hjálp, þið verðið að koma og ná í Sögu eins og skot, hún er komin með sýkingu í augað. Það gengur ekki að hún sé hérna stundinni lengur því hún gæti sýkt alla hina krakkana á augabragði. Við höfum brugðið á það ráð að setja hana í sóttkví þangað til þið náið í hana". "Hva, hvur, ha... hvað segir þú. Er hún að missa augað?" svaraði ég. Skellti á og brunaði niður á Laufásborg að ná í sjúklinginn. Þegar ég kom síðan stormandi inn á leikskólann til þess að ná í hið sársjúka barn, þá bólaði ekkert á sársjúku barninu. En það kom litil telpa hlaupandi til mín sem heitir Saga með smá oggupínu bólgu í öðru auganu. Amaði ekkert að henni en samt varð ég að taka hana af leikskólanum, er þetta ekki fullmikið upphlaup útaf engu??
Fór í í knatttuðrukeppni í gærkveldi eins og ég geri venjulega á mánudagskvöldum. Það er svo sem ekki í frásögur færandi, en að ég skildi missa stjórn á skapi mínu og hreinlega valta yfir þrjá meðbræður mína í boltanum, það er saga til næsta bæjar. Þannig var að ég var búin að fá óblíðar móttökur frá hinu liðinu tvisvar í leiknum þar sem ég var gjörsamlega sparslaður út í vegg sem er svo sem ekkert heldur í frásögur færandi, en þegar ég fékk sömu móttökurnar í þriðja skiptið þá var bara eins og eitthvað færi í sundur í hausnum á mer. Ég hreinlega trompaðist og lét öllum illum látum, hljóp út um allan völl á eftir kvikindunum og sparkaði í á af öllu afli. Svo mikið gekk á að einn úr hinu liðinu gekk út úr húsinu og öskraði inná völlinn "þú er klikkaður". Ég þurfti að hlaupa út á eftir honum og setla málin þannig að við gætum haldið áfram að spila. Strákarnir sögðu að þeir hefðu aldrei séð annað eins og voru skelfingu lostnir á svipinn allir sem einn á meðan á þessu stóð. Ég veit hreinlega ekki hvað kom yfir mig þarna. Held samt að lyfin sem ég er að taka hafa eitthvað með þetta að segja, því ég hef verið að taka geðvonsku köst uppá síðkastið sem eru alls ekki mín von og vísa. En það slasaðist nú engin, þannig að þetta er nú allt í gúddí. Bið strákana hér með afsökunar á upphlaupinu! Meira ruglið!!!!!!!!!!!!!!!!!
mánudagur, janúar 24, 2005
Bjarki Grétarsson, bóksali, hefur kært Einar Einarsson, fyrrum samstarfsmann sinn í Bókaverzlun Bjarka og Einars fyrir að standa ekki við gerðar skuldbindingar og gefin loforð, eins og það er orðað í málslýsingu.
„Hann skuldar mér súp, það eru alveg hreinar línur. Ég hef oft gefið honum súp af allskonar gosi og ávaxtasafa og svosum ekki talið það eftir mér, þrátt fyrir að hann hafi aldrei gefið mér súp á móti. Aldrei. En steininn tók úr um síðustu helgi þegar ég gaf honum bit af súkkulaði sem ég var með. 'Bit fyrir súp', sagði ég - í vitna viðurvist - og hann sagði 'já ókei'- en svo auðvitað fékk ég engan súp.“
Bjarki hefur boðið Einari frest fram yfir helgi til að gefa sér súp og leysa þannig málið í fullri sátt, annars muni hann „málafæra á honum bossann“, eins og hann orðaði það svo skemmtilega.
Tekið af vef Baggalúts www.baggalutur.is
Mér og Rakel langar rosalega til þess að breyta stiganum sem er í litla húsinu okkar á Njarðargötunni. Við höfum lengi spáð í að mála hann hvítann, við höfum einnig spáð í að breyta honum með því að skipta um handrið. Einnig hefur það farið fyrir brjóstið á okkur hjónakornunum að gestir hafa verið að hrynja niður stigafjandann í tíma og ótíma. En nú hef ég fundið lausn á öllum þessum vandamálum.
Sósa Skráning
Daginn eftir fórum við síðan í skírn hjá Jórunni og Jóa, og þar var litla dóttir þeirra skírð Selma Jóadóttir.
Í gær fór ég svo að vinna til klukkan fjegur en þá hófst landsleikurinn sem ekki mátti missa af. Ekki blés nú byrlega fyrir okkur frónverjum í byrjun þessa leiks við drumbana frá Tékklandi. Við vorum mest 9 mörkum undir og þá hélt ég nú að væri fokið í flest skjól. En við bitum allhressilega í skjaldarrendurnar um miðjan seinni hálfleik, svo hressilega að þær næstum hrukku í sundur. Viggó var alveg að fara á límingunum á hliðarlínunni og skildi eftir sig þar sviðna jörð. Jafntefli varð niðurstaðan, sem ég held að við verðum að vera nokkuð sáttir við miðað við gang leiksins, þó svo að við hefðum með smá heppni getað stolið sigrinum í blálokin.
Leigðum síðan ræmuna um Helvítisstrákinn um kveldið sem reyndist vera hin ágætasta skemmtun.