Hrikalega er þetta búin að vera erfiður dagur. Í gær var ég alveg viss um að ég væri komin með flensuna, lagðist upp í rúm klukkan 9 og lá þar og svitnaði í alla nótt. Þurfti nauðsynlega að fara að vinna í morgun (mála hús á Ægissíðunni) því náunginn sem ég er að mála fyrir ætlar að flytja inn á morgun. Er búin að vera að mála í allan dag hrikalega slappur. En snilldin er sú að þegar líða tók á daginn þá snarskánaði mér. Kláraði að mála húsið og dreif mig síðan heim í sturtu, ætla síðan að fá mér einn GT á eftir og þá er ég góður. Já, stundum held ég að það sé betra að hreyfa sig bara heldur en að liggja uppi í rúmi og vorkenna sjálfum sér.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli