þriðjudagur, janúar 25, 2005


Það var hringt frá leikskólanum eina ferðina enn. Röddin í símanum sagði "Hjálp, þið verðið að koma og ná í Sögu eins og skot, hún er komin með sýkingu í augað. Það gengur ekki að hún sé hérna stundinni lengur því hún gæti sýkt alla hina krakkana á augabragði. Við höfum brugðið á það ráð að setja hana í sóttkví þangað til þið náið í hana". "Hva, hvur, ha... hvað segir þú. Er hún að missa augað?" svaraði ég. Skellti á og brunaði niður á Laufásborg að ná í sjúklinginn. Þegar ég kom síðan stormandi inn á leikskólann til þess að ná í hið sársjúka barn, þá bólaði ekkert á sársjúku barninu. En það kom litil telpa hlaupandi til mín sem heitir Saga með smá oggupínu bólgu í öðru auganu. Amaði ekkert að henni en samt varð ég að taka hana af leikskólanum, er þetta ekki fullmikið upphlaup útaf engu?? Posted by Hello

Engin ummæli: