miðvikudagur, janúar 26, 2005



Eins og flestir landsmenn vita þá flutti hún Jórunn Loðmfjörð norður á Akureyri síðastliðið sumar. Hún hefur nú aðlagast samfélaginu að flestu leyti og er þegar farin að taka virkan þátt í starfi kvennfélagsins. Jói var svo elskulegur að gefa Jórunni bíl í jólagjöf svo hún ætti auðveldara með að komast á fundi hjá kvennfélaginu og einnig til að ná í hann á barinn. En Adam var ekki lengi í Paradís, Jórunn er nú þegar búin að rústa nýja fína bílnum. Hún var að verða of sein á kvennfélagsfund og steig því heldur þétt á bensínpedalann með þeim afleiðingum að hún skrensaði næstum því út í sjó. Það sem varði henni til bjargar var að snekkjan hans Jóns Ásgeirs (kenndan við Bónsussvínið) lá þar við festar og bjargaði því sem bjargað varð. Jórunn slasaðist sem betur fer ekkert, en hún var mjög svo hissa á þessu öllu saman þegar blaðamenn Akureyrarpóstsins náðu mynd af henni á bryggjupollanum við Pollinn. "Gvuð minn góður, hvað ætli Jói segi núna" sagði Jórunn við blaðamenn er hún skundaði á brott í nýju dragtinni sinni. Posted by Hello

Engin ummæli: