Bjarki Grétarsson, bóksali, hefur kært Einar Einarsson, fyrrum samstarfsmann sinn í Bókaverzlun Bjarka og Einars fyrir að standa ekki við gerðar skuldbindingar og gefin loforð, eins og það er orðað í málslýsingu.
„Hann skuldar mér súp, það eru alveg hreinar línur. Ég hef oft gefið honum súp af allskonar gosi og ávaxtasafa og svosum ekki talið það eftir mér, þrátt fyrir að hann hafi aldrei gefið mér súp á móti. Aldrei. En steininn tók úr um síðustu helgi þegar ég gaf honum bit af súkkulaði sem ég var með. 'Bit fyrir súp', sagði ég - í vitna viðurvist - og hann sagði 'já ókei'- en svo auðvitað fékk ég engan súp.“
Bjarki hefur boðið Einari frest fram yfir helgi til að gefa sér súp og leysa þannig málið í fullri sátt, annars muni hann „málafæra á honum bossann“, eins og hann orðaði það svo skemmtilega.
Tekið af vef Baggalúts www.baggalutur.is
Engin ummæli:
Skrifa ummæli