þriðjudagur, janúar 25, 2005


Fór í í knatttuðrukeppni í gærkveldi eins og ég geri venjulega á mánudagskvöldum. Það er svo sem ekki í frásögur færandi, en að ég skildi missa stjórn á skapi mínu og hreinlega valta yfir þrjá meðbræður mína í boltanum, það er saga til næsta bæjar. Þannig var að ég var búin að fá óblíðar móttökur frá hinu liðinu tvisvar í leiknum þar sem ég var gjörsamlega sparslaður út í vegg sem er svo sem ekkert heldur í frásögur færandi, en þegar ég fékk sömu móttökurnar í þriðja skiptið þá var bara eins og eitthvað færi í sundur í hausnum á mer. Ég hreinlega trompaðist og lét öllum illum látum, hljóp út um allan völl á eftir kvikindunum og sparkaði í á af öllu afli. Svo mikið gekk á að einn úr hinu liðinu gekk út úr húsinu og öskraði inná völlinn "þú er klikkaður". Ég þurfti að hlaupa út á eftir honum og setla málin þannig að við gætum haldið áfram að spila. Strákarnir sögðu að þeir hefðu aldrei séð annað eins og voru skelfingu lostnir á svipinn allir sem einn á meðan á þessu stóð. Ég veit hreinlega ekki hvað kom yfir mig þarna. Held samt að lyfin sem ég er að taka hafa eitthvað með þetta að segja, því ég hef verið að taka geðvonsku köst uppá síðkastið sem eru alls ekki mín von og vísa. En það slasaðist nú engin, þannig að þetta er nú allt í gúddí. Bið strákana hér með afsökunar á upphlaupinu! Meira ruglið!!!!!!!!!!!!!!!!!  Posted by Hello

Engin ummæli: