"You can live to be a hundred if you give up all the things that make you want to live to be a hundred"
miðvikudagur, janúar 26, 2005
Mikið andskoti er ég orðin leiður á fjandans aukavinnunni sem ég er í núna. Búin að vera að sparsla og slípa langt fram á kvöld í ryki og viðbjóði sem er alveg að gera mig gráhærðan. Slakaði samt vel á þegar ég kom heim í gærkveldi, smellti mér í hvítu innifötin mín, fékk mér eina feita og sérrýtár til þess að væta kverkarnar (maður verður svo þurr í munninum af helvítis grasinu). Vafði síðan utan um mig ullarvoðinni minni og sprangaði dálítið um í Gullna þríhyrningnum (Þingholtunum) og tékkaði á stemmningunni hjá millunum nágrönnum mínum áður en ég lagðist til hvílu með minni heittelskuðu. Svaf vel í nótt vitandi að öryggismyndavélarnar á villunum hjá millunum í nágrenninu vakta líka mitt hús fyrir innbrotsþjófum og öðrum óþjóðalýð á meðan ég sef.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli