föstudagur, ágúst 25, 2006

Framkvæmdir standa enn yfir í Sósa og Lommukoti!
Nú fer vonandi að koma að verklokum í Sósa og Lommukoti, en þessa dagana eru iðnaðarmenn að leggja lokahönd á verkið. Nú á eftir að leggja parket, setja upp hurðar, setja upp vaska, klósett og blöndunartæki. Þessu ætti að vera lokið um mánaðarmótin (give or take a week).
DABBI MAGG SKELLTI SÉR Á HRÓARSKELDU MEÐ STEBBA SCARFACE!
Dabbi Magg sendi Sósa þessa mynd á dögunum þar sem hann var staddur á Hróarskelduhátíðinni í Danmörku ásamt vini sínum Stefáni Scarface. "Við ákváðum að skella okkur félagarnir og rifja upp gamla tíma úr Þórsmerkurferðum. Þetta var alveg frábært og ekki að sjá að við félagarnir hefðum gleymt einu né kleinu. Við tókum þetta stíft að venju og rokkuðum feitt allann tímann, náðum að klófesta nokkrar kellingar og fórum með þeim í allskyns stellingar inn í allar fellingar mar." Sagði Dabbi við Sósaavisen í léttu spjalli á Keflavíkurflugvelli er þeir félagar komu til baka úr sollinum. "Við förum poþþétt aftur, e akki Dabbi" sagði Stefán hálf tannlaus við Dabbann er Sósi kvaddi þá með virktum út á velli.