föstudagur, mars 14, 2008

Geðsiggi í geðveikum fermingarfötum

Geðsiggi sem á að fermast þann 30. mars næstkomandi vélaði móður sína frú Loðmfjörð til þess að "kíkja aðeins í bæinn" eins og hann orðaði það. Melurinn fór með kjellinguna beinustu leið í Herrafataverslun Kormáks og Skjaldar vitandi vits um að Lomman myndi aldrei geta neitað honum um að kaupa á hann spáný veisluföt er hann væri búin að máta. Til að gera langa sögu stutta, þá hreinlega trylltist Lomman í búðinni og keypti allt sem hún skoðaði í búðinni og hlóð á drenginnn alls kyns aukabúnaði, axlaböndum, ermahnöppum, gullslegnum ermaupphengjurum, leðurbindi, gullúri, silkihatti, staf, velúrhönskum, skóhlífum o.s.frv. Kormákur og Skjöldur höfðu víst aldrei upplifað annað eins og höfðu meira að segja fyrir því að hringja í Sósa og segja honum hvað hann ætti yndislega konu. Lomman er núna niðri í banka að semja við lánadrottna.

fimmtudagur, mars 13, 2008

Flosi Ólafs ekki dauður úr öllum æðum

Undrabarnið Flosi sem kominn er undan Ólafsbola frá Hesteyri við Eyjafjörð gaf út sína áttundu plötu á dögunum. Platan sem heitir "The handsome beasts" með undirtitilinn "Beastiality" er að sögn Flosa ákveðið uppgjör hans við æskuárin, en Flosi ólst sem kunnugt er upp í fjósi. Flosi segir að uppvaxtarárin í fjósinu hefðu sko alls ekki verið alslæm, því þar hefði hann kynnst mörgum af sínum bestu vinum sem að vísu væru flestir gengnir til feðra sinna í dag. "Sá eini sem er enn á lífi í dag er hann Hörður, en hann varð 73 ára í vikunni. Það eru einmitt við félagarnir sem prýðum cover plötunnar" sagði Flosi við Sósa og hló alveg eins og svín.
Fjölbragðafyrirsætuglímuskrýmslið
Trish Stratus tapaði fyrir glímudrottingu Íslands á dögunum. Trish er nú komin aftur heim til Kanada þar sem hún sleikir sárin og lætur gnauða í rassaling.
Ameríkanar eru geðbilaðir!