föstudagur, mars 14, 2008

Geðsiggi í geðveikum fermingarfötum

Geðsiggi sem á að fermast þann 30. mars næstkomandi vélaði móður sína frú Loðmfjörð til þess að "kíkja aðeins í bæinn" eins og hann orðaði það. Melurinn fór með kjellinguna beinustu leið í Herrafataverslun Kormáks og Skjaldar vitandi vits um að Lomman myndi aldrei geta neitað honum um að kaupa á hann spáný veisluföt er hann væri búin að máta. Til að gera langa sögu stutta, þá hreinlega trylltist Lomman í búðinni og keypti allt sem hún skoðaði í búðinni og hlóð á drenginnn alls kyns aukabúnaði, axlaböndum, ermahnöppum, gullslegnum ermaupphengjurum, leðurbindi, gullúri, silkihatti, staf, velúrhönskum, skóhlífum o.s.frv. Kormákur og Skjöldur höfðu víst aldrei upplifað annað eins og höfðu meira að segja fyrir því að hringja í Sósa og segja honum hvað hann ætti yndislega konu. Lomman er núna niðri í banka að semja við lánadrottna.

Engin ummæli: