Flosi Ólafs ekki dauður úr öllum æðum
Undrabarnið Flosi sem kominn er undan Ólafsbola frá Hesteyri við Eyjafjörð gaf út sína áttundu plötu á dögunum. Platan sem heitir "The handsome beasts" með undirtitilinn "Beastiality" er að sögn Flosa ákveðið uppgjör hans við æskuárin, en Flosi ólst sem kunnugt er upp í fjósi. Flosi segir að uppvaxtarárin í fjósinu hefðu sko alls ekki verið alslæm, því þar hefði hann kynnst mörgum af sínum bestu vinum sem að vísu væru flestir gengnir til feðra sinna í dag. "Sá eini sem er enn á lífi í dag er hann Hörður, en hann varð 73 ára í vikunni. Það eru einmitt við félagarnir sem prýðum cover plötunnar" sagði Flosi við Sósa og hló alveg eins og svín.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli