miðvikudagur, nóvember 26, 2008

Seðlahrunsstjóri með nýtt gæludýr

Seðlahrunsstjóri vor sem hefur verið þekktur fyrir það að vera mikill dýravinur hefur fengið sér nýtt gæludýr. Dýrið er frekar ófrýnilegt að sjá og geðslag þess er víst eins og hjá versta múrara. Dýrið fékk hann í gjöf frá vini sínum Styrmi Gunnarssyni sem hefur átt það í áraraðir. Seðlahrunsstjóri er víst mjög ánægður með kvikindið og lætur það sinna ýmsum skítverkum í skjóli nætur. "Ég nota kvikindið í dittinn og dattinn, það er næstum því hægt að nota þessa skaðræðisskepnu í allt" sagði Seðlahrunsstjóri og hló dátt svo undirtók í tómum geyminum.