miðvikudagur, febrúar 06, 2008

Öskudagur

Í dag er Öskudagur og því klæddu íbúarnir að Fossagötu 8 sig í Öskudagsbúninga í tilefni dagsins. Litla Lomma fór sem senjoríta , Geðsiggi sem eitthvað kvikindi, Sósi fór sem Sósi, Stebba Lomm sem gemlingur og Lommukvikindið sem flugfreyju- kennslukonu- töframanna- ofurhetju eitthvað.

Haldið þið að það hafi verið upplitið á strákunum hjá Samtökum Iðnaðarins þegar Lomman mætti í dressinu í morgun. Sú á eftir að láta þá skríða fyrir sér í allan dag.

Ástþór kemur til dyranna eins og hann er klæddur

Ástþór Magnússon boðaði til enn eins blaðamannafundar í morgun að heimili sínu að Skarfaskeri 11 í morgun. Fréttaritari Sósa á þessum slóðum var að sjálfsögðu mættur á svæðið ásamt einum blaðburðardreng til þess að hlýða á það sem erfðaprinsinn hefði að segja.
"Ég kem alltaf til dyranna eins og ég er klæddur" var það eina sem Ástþór lét hafa eftir sér er hann birtist skyndilega í hurðargættinu íklæddur gulum bíla náttserk og skellti svo aftur hurðinni svö söng í öllu tréverki í nálægum húsum.

Hvað er eiginlega að manninum?
Siv er óánægð með brjóstin

Alþingisfrúnni Siv Friðleifs finnst brjóst sín allt of stór, þrátt fyrir að hún hafi látið minnka þau í desember síðastliðnum. Sif sem réttu nafni heitir Björg Siv Juhlin Friðleifsdóttir, hafði ætlað að fara úr stærð 32G niður í 32C. Þegar bólgan hjaðnaði og marið hvarf kom hinsvegar í ljós að þau voru enn í stærð 32F. Siv segir í viðtali við Séð&Heyrt að hún sé hundóánægð með brjóstin. Þau séu allt of stór og hangi of langt niður þegar hún stendur. Fjölskylda og vinir hafi skoðað þau og verið sammála. Hún ætlar því að fljúga aftur til Vestmannaeyja og leggjast aftur undir hnífinn. En þó skipt hafi verið um fyllingar í brjóstunum ætlar hún ekkert að henda þeim gömlu. Hún og eiginmaðurinn, Þorsteinn Húnbogason, geyma þær í peningaskáp á heimili sínu. Ástæða þess mun fyrst og fremst vera fjárhagsleg. Hjónakornin ætla að selja þær fyrir milljón kall, og gefa tíu prósent ágóðans til góðgerðarmála.

þriðjudagur, febrúar 05, 2008

Bobby á lífi?

Sósa var rétt í þessu að berast mynd af Bobby Fischer berrössuðum í Helikopter með dúndrandi st........ Þetta gefur til kynna að kallinn sé alls ekki kominn undir frosna torfu eins og áður var talið.
Seðlabunkastjóri búinn að fá nóg
Davíð Oddsson Seðlabunkastjóri brýnir fyrir fólki að láta nú af allri óþarfa eyðsluneyslu og þreyja Þorrann ella hljóta verra af. Davíð sagði í stuttu spjalli við Sósa að ástandið í þjóðfélaginu væri allsendis óviðunandi og að hann ætlaði sér einn og óstuddur að berja niður með harðræði ef þyrfti, allt spenderí (eins og hann orðaði það), í eitt skipti fyrir öll.


"Það eru margir orðnir ansi vambmiklir í þessu þjóðfélagi og það verður ekki liðið á meðan ég ríð hér músum" sagði Davíð hnikklaði bumbuna, glotti við tönn og skellti á eftir sér hurðinni í peningageyminum svo undirtók í þjóðfélaginu.
Bobby Fischer reiður velvildarmönnum sínum!

Samkvæmt heimildum Sósa þá er þessi mynd sem Sósi náði af Bobby í heita pottinum í Laugardalslauginni fyrir skömmu, sú síðasta sem tekin var af honum í lifanda lífi. Á myndinni sést Bobby æsa sig við velunnara sína í Velvildarvinafélagi Bobby Fischers sem staddir voru á mánaðarlegum fundi í heita pottinum í Laugardal. Umræðuefnið var víst hvar jarða ætti kallinn er hann félli frá og hver ætti að fá peningana hans er hann væri allur. Velunnararnir voru hálfskömmustulegir eftir reiðilestur Bobbys og roðnuðu niður í rassgat.
Saltkjöt og baunir túkall!

Einn af uppáhaldsdögum Sósa á árinu er Sprengidagur, því þá má Sósi slafra í sig eins mikið af baunum og brimsöltu kjöti sem honum lystir.

Þegar Sprengilomma setti baunirnar í pott í morgun og lét malla í dágóða stund, þöndust Sósanasir út og Sósi hnusaði út í náttmyrkrið svo jóreykinn lagði frá vitum hans og sveittur makkinn reis á höfði hans í spenningi fyrir atinu sem framundan er.
mánudagur, febrúar 04, 2008

Djöfuls... fyllerí alltaf hreint þarna austur frá!

Sósi hefur nú séð ýmislegt í gegnum tíðina er lítur að áfengisneyslu, en þetta slær öllu við.

http://www.youtube.com/watch?v=AKaR5nJg-qo&eurl=http://singerspace.blogspot.com/2008/01/drunk-carmen.html