þriðjudagur, febrúar 05, 2008

Seðlabunkastjóri búinn að fá nóg




Davíð Oddsson Seðlabunkastjóri brýnir fyrir fólki að láta nú af allri óþarfa eyðsluneyslu og þreyja Þorrann ella hljóta verra af. Davíð sagði í stuttu spjalli við Sósa að ástandið í þjóðfélaginu væri allsendis óviðunandi og að hann ætlaði sér einn og óstuddur að berja niður með harðræði ef þyrfti, allt spenderí (eins og hann orðaði það), í eitt skipti fyrir öll.


"Það eru margir orðnir ansi vambmiklir í þessu þjóðfélagi og það verður ekki liðið á meðan ég ríð hér músum" sagði Davíð hnikklaði bumbuna, glotti við tönn og skellti á eftir sér hurðinni í peningageyminum svo undirtók í þjóðfélaginu.

1 ummæli:

Sósi sagði...

heyr, heyr