Einn af uppáhaldsdögum Sósa á árinu er Sprengidagur, því þá má Sósi slafra í sig eins mikið af baunum og brimsöltu kjöti sem honum lystir.
Þegar Sprengilomma setti baunirnar í pott í morgun og lét malla í dágóða stund, þöndust Sósanasir út og Sósi hnusaði út í náttmyrkrið svo jóreykinn lagði frá vitum hans og sveittur makkinn reis á höfði hans í spenningi fyrir atinu sem framundan er.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli