þriðjudagur, júní 10, 2008

Lomman loks komin með þvottasnúru í garðinn

Sósi og Lomma gerðu góða ferð í Byko á dögunum og fjárfestu í forláta þvottasnúru garð-kitti. Sósi kom þvottasnúrukittinu í gagnið í gær og hengdi Lommukvikindið og óknyttastelpuna hana systur hennar upp á snúru kvikindið, enda báðar búnar að vera óvenju blautar upp á síðkastið.

Amy Winehouse búin að láta breyta sér í norn!

Sjarmadrottningin Amy Winehouse lét á dögunum breyta sér í norn, fylgifiskum hennar og ættingjum til nokkurrar undrunar. Aðgerðin virðist samkvæmt nýjustu myndum hafa gengið framar vonum og segist Amy vera hæstánægð með hvernig til tókst.