fimmtudagur, apríl 10, 2008

Sumarstúlka iðnaðarins með smáar grænar baunir og rauðkál í glerumbúðum.

Þessi mynd hér til hliðar, finnst Sósa vera fyndnasta mynd sem byrst hefur á Sósabloggi. Sósi var að spá í að skrifa langan leiðara að myndinni en tók síðan þá ákvörðun að gera það ekki enda algjörlega óþarfi. Það er ekkert annað að gera en að lesa textann við hlið myndarinnar og þá kemst maður í annarlegt ástand.
Sósa datt strax í hug Karíus þegar hann sá myndina fyrst, en Lomman líkist einnig Línu Langsokk ískyggilega mikið á myndinni. Þeim sem langar að fá frekari vitneskju um af hverju í andsk... Lomman lét hafa sig út í þessa vitleysu, er bent á að hringja í hana á milli 5 og 7 í kvöld en þá mun hún verða við símann.

Smellið á myndina svo þið getið betur lesið textann við myndina.