Svenni búin að ná gelti í Póllandi
Sveinberg Gíslason oftast kallaður Lax-1 fór til villisvínaveiða í Póllandi í síðustu viku ásamt fríðu föruneyti. Ekkert hefur spurst til Svenna og félaga fyrr en nú, en Svenni hafði samband við Sósa nú í morgun og tjáði honum að allt gengi vonum framar og veiðin væri betri en engin. Svenni hefur til þessa skotið stærsta göltin og hér til hliðar ber að líta Svenna og bráðina (það er svipur með þeim).
"You can live to be a hundred if you give up all the things that make you want to live to be a hundred"
fimmtudagur, nóvember 15, 2007
miðvikudagur, nóvember 14, 2007
Elli græðir á tá og fingri
Elías Óskar græðir nú sem aldrei fyrr og situr nú heima og telur seðla út í eitt. Elías sem varð næstum gjaldþrota um daginn og þurfti að selja allt sitt hafurtask til þess að eiga í sig og á hefur nú snúið við blaðinu og hefur með ótrúlegri þolinmæði náð að snúa taflinu sér í hag. Elli gerði víst góðan díl á bréfum í fyrirtæki sem ekki má nefna og hafa þau bréf ávaxtað sig með ógnarhraða síðustu vikur. Sósi tók þessa mynd af Ella á skrifstofu hans í Skaftahlíðinni þar sem hann fór með gamanmál og útdeildi dollurum til velunnara sinna hægri vinstri.
Otto Tynes í heimsókn hjá fjarskyldum ættingjum
Otto komst að því fyrir skömmu, er hann var fyrir rælni að skoða Íslendingabók, að hann á ættir að rekja til Kentucky sýslu í Bandaríkjunum. Hann ákvað því að renna vestur og banka uppá hjá frændfólki sínu. Þessi mynd var tekin viku eftir að hann hitti ættingjana í fyrsta skipti. "Mér leið eins og ég hefði alltaf átt heima þarna" sagði Otto við staðarblaðið Kentucky Post í stuttu viðtali um lífið og tilveruna. Otto er ekki enn komin tilbaka og fólkið á götunnu er farið að tala um að hann komi aldrei tilbaka aftur.
Otto komst að því fyrir skömmu, er hann var fyrir rælni að skoða Íslendingabók, að hann á ættir að rekja til Kentucky sýslu í Bandaríkjunum. Hann ákvað því að renna vestur og banka uppá hjá frændfólki sínu. Þessi mynd var tekin viku eftir að hann hitti ættingjana í fyrsta skipti. "Mér leið eins og ég hefði alltaf átt heima þarna" sagði Otto við staðarblaðið Kentucky Post í stuttu viðtali um lífið og tilveruna. Otto er ekki enn komin tilbaka og fólkið á götunnu er farið að tala um að hann komi aldrei tilbaka aftur.
Dabbi Magg skemmtir sér sem aldrei fyrr
Dabbi Magg tóka svera pakkann á það þegar hann fór út að skemmta sér um síðustu helgi og fór hamförum í allskyns gríni og fíflalátum. Öldruð kona í vesturbænum tók þessa mynd á laugaragsmorgun af kauða er hann renndi sér á sprellanum í ísilagðri rennibraut, næstum nakinn. Hann hafði þó séð sóma sinn í því að setja dýrið í sokk er hann tók salibununa.
Dabbi Magg tóka svera pakkann á það þegar hann fór út að skemmta sér um síðustu helgi og fór hamförum í allskyns gríni og fíflalátum. Öldruð kona í vesturbænum tók þessa mynd á laugaragsmorgun af kauða er hann renndi sér á sprellanum í ísilagðri rennibraut, næstum nakinn. Hann hafði þó séð sóma sinn í því að setja dýrið í sokk er hann tók salibununa.
Jórunn í kelerísstandi á Snæfellsnesi
Sósa voru rétt í þessu að berast þær fréttir til eyrna að Jórunn norðursins eða Jóka Lomm eins og hún er oftast kölluð, hefði laumas í skjóli nætur á Hótel Búðir um síðustu í helgi í slagtogi við alræmdan glaumgosa frá Þorlákshöfn. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum þá áttu Jóka og gosinn ánægjulega helgi og fóru víst oft í sleik.
Þessi mynd náðist af parinu í fjöruborðinu á Búðum þar sem þau voru gómuð í miklum sleik svo skein í bleika góma.
Annars er það að frétta af Jókunni að hún unnir hag sínum vel á Seltjarnarnesi og þar er víst stöðugt fjör á bænum.
Sósa voru rétt í þessu að berast þær fréttir til eyrna að Jórunn norðursins eða Jóka Lomm eins og hún er oftast kölluð, hefði laumas í skjóli nætur á Hótel Búðir um síðustu í helgi í slagtogi við alræmdan glaumgosa frá Þorlákshöfn. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum þá áttu Jóka og gosinn ánægjulega helgi og fóru víst oft í sleik.
Þessi mynd náðist af parinu í fjöruborðinu á Búðum þar sem þau voru gómuð í miklum sleik svo skein í bleika góma.
Annars er það að frétta af Jókunni að hún unnir hag sínum vel á Seltjarnarnesi og þar er víst stöðugt fjör á bænum.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)