föstudagur, júní 06, 2008

Þynnka getur verið varasöm

fimmtudagur, júní 05, 2008

Arnar Gunnlaugsson veginn að ósekju í Skagafirði

Komið hefur í ljós að Ísbjörninn sem var skotinn í Skagafirðinum á dögunum reyndist vera Arnar Gunnlaugssons knattspyrnukappi. Bjarki bróðir hans sem var staddur í Skagafirðinum ásamt bróður sínum Arnari, að vitja eggja er á þá var skotið, segir í viðtali við Sósa að það hafi verið hræðileg lífsreynsla. "Ég og Arnar voru nýbúnir að festa kaup á nýjum útivistarpelsum sem við klæðumst gjarnan í eggjatínslunni, urðum skelfingu lostnir þegar við sáum hópinn nálgast okkur með alvæpni og brustum hreinlega í grát er þeir miðuðu á okkur. Það er í raun ótrúlegt að þeir hafi haldið að við værum Ísbirnir" sagði Bjarki, reis upp á afturlappirnar og rak upp harmakvein svo undirtók í feldinum.
Myndin til hliðar er tekin af þeim bræðrum er þeir tóku generalprufu á pelsana á Rauðavatni í vetur.

miðvikudagur, júní 04, 2008

Lomman ljúfa á afmæli í dag!

Sósakona, Lomman ljúfa á afmæli í dag. Stúlkan sú atarna hefur sjaldan eða aldrei litið jafn vel út þrátt fyrir þann háa aldur sem hún hefur nú náð með mikilli þrautseigju. Lomman hreinlega geislar af lífsgleði og hefur Sósi heyrt því kastað að það sé með hreinum ólíkindum miðað við það hversu ern hún er orðin. Kvennsniftin er meira að segja byrjuð að spila póker á fimmtudögum með vinnufélögum sínum í Samtökunum og er hún víst ansi slungin í spilamennskunni miðað við þennan háa aldur.

Við hér á Sósi.is óskum Lommunni hjartanlega til hamingju með afmælið, og mælumst til þess að aðrir geri slíkt hið sama ella hljóta verra af.