fimmtudagur, ágúst 17, 2006

Dabbi Magg er mættur á klakann!
Sósa voru að berast þær yndislegu fréttir að Davíð Magnússon sé kominn aftur á klakann og ætli sér að setjast hér að ásamt spúsu sinni henni Nínu stuð. Magnús Jr. er víst líka með í för. Þetta eru mjög svo skemmtilegar fréttir enda Dabbi Magg með eindæmum skemmtilegur kall sem hefur haft víðtæk áhrif í íslensku samfélagi með hressleika sínum og skemmtilegheitum. Við bjóðum Dabba og Nínu velkomin með þessum orðum "Íslands farsældar frón kæru hjón"
Geðsiggi étur á sig gat!

Núna hefur Sósinn ekki bloggað í marga mánuði vegna anna við að reisa sér hurðarás um öxl. Sósi hefur í hyggju að endurvekja Sósablogg með haustinu og því getur fólk farið að setja sig í stellingar. Sósi fór í Eddubústað um síðustu helgi og er það nú kannski ekki í frásögur færandi, en hitt er þó færandi í frásögu að Geðsiggi (sonur Sósa) át svo rosalega yfir sig í bústaðarferðinni að hann vaknaði um miðja nótt og þurfti að æla öllu draslinu sem hann hafði látið ofan í sig um kvöldið. Hérna kemur smá sýnishorn af því sem Geðsigginn át um kvöldið "Tveir hamborgarar, 4 burritos lengjur, 2 lítrar af kók, einn Dorritos flögupoku og einn dúnkur af Salsa sósu með, einn Maaruud flögupoki, einn frostpinni, ís í boxi (tveir lítrar), súkkulaði o.m.fl. Læt hér fylgja mynd af Geðsigga þegar hann var um það bil að setja í sig restarnar af ísboxinu.