laugardagur, júní 25, 2005

Er Loðmfjörð of mössuð?


Þessi mynd var tekin fyrir örfáum dögum eftir að Loðmfjörð var nýbúin í fitumælingu hjá Arnari Grant. Hún mældist með 4% fituhlutfall og var alsæl með það. Hún sprangaði því á þessu bikiníi um íbúðina alla síðustu helgi, íbúum og nágrönnum til mikillar hrellingar. Persónulega þá finnst mér þetta vera gengið út í öfgar. Hvað finsnt ykkur!Posted by Hello
Lomman orðin hrikaleg!

Nú þarf einhver af vinum Sósa og taka sig til og tala um fyrir Lommunni. Það þýðir ekkert fyrir Sósa að telja Lommuna á að hún sé orðin alltof mössuð. Lomman hefur nú verið stanslaust í ræktinni á hverjum einasta degi í 4 mánuði og er orðin svo hrikaleg að Sósi þorir ekki lengur fyrir sitt litla líf að sýna henni ástaratlot af hræðslu við að verða tekinn ærlega í bakaríið. Það þarf sem sagt einhver að bjóða sig fram og hjóla í kellinguna af fullri hörku og segja henni að nú verði hún að slaka á. Posted by Hello

þriðjudagur, júní 21, 2005

Japanir Ólympíumeistarar í hópsjúgi!


Ólympíuleikarnir í hóptotti fóru fram í Japan á þjóðhátíðardegi Íslendinga 17. júní. Japanir báru höfuð og herðar yfir aðra keppendur og sigruðu á nýju heimsmeti, 22 sjúg á 10 mín. Posted by Hello
Glöggnasti maður Íslands er forláta galdrasmiður að vestan.


Sigurður Galdrasmiður Atlason fann Lommuna í síðustu viku og fær því bikarinn í annað sinn. Nú þarf Sigurður bara að finna Lommuna einu sinni enn og þá vinnur hann bikarinn til eignar.
Glöggur karlfauskur að vestan hefur tjáð Sósa að hann viti það fyrir víst að Sigurður sé í skjóli nætur að smíða sér forlátann skáp undir gripinn. Sigurður hefur einnig að sögn heimildarmannsins básúnað það á torgum Hólmavíkur að hann sé "Glöggnasti maður Íslands".
Skyldi hann beita göldrum helvítis beinið? Gátan verður mun erfiðari næstkomandi miðvikudag og því mun Siggi þurfa að vekja upp glöggnustu menn fyrri tíma til þess að finna Lommuna, það er alveg á tæru.Posted by Hello
Fífl helgarinnar!

Enginn varð fyrir valinu "fífl helgarinnar" eftir þessa helgi öllum að óvörum. Þó svo að þetta hafi verið þriggja daga helgi, þá hegðuðu vinir og vandamenn Sósa sér mjög vel og voru til fyrirmyndar í hvívetna. Sósi er hæstánægður með þetta og vonar að framhald verði á.