þriðjudagur, júní 21, 2005

Glöggnasti maður Íslands er forláta galdrasmiður að vestan.


Sigurður Galdrasmiður Atlason fann Lommuna í síðustu viku og fær því bikarinn í annað sinn. Nú þarf Sigurður bara að finna Lommuna einu sinni enn og þá vinnur hann bikarinn til eignar.
Glöggur karlfauskur að vestan hefur tjáð Sósa að hann viti það fyrir víst að Sigurður sé í skjóli nætur að smíða sér forlátann skáp undir gripinn. Sigurður hefur einnig að sögn heimildarmannsins básúnað það á torgum Hólmavíkur að hann sé "Glöggnasti maður Íslands".
Skyldi hann beita göldrum helvítis beinið? Gátan verður mun erfiðari næstkomandi miðvikudag og því mun Siggi þurfa að vekja upp glöggnustu menn fyrri tíma til þess að finna Lommuna, það er alveg á tæru.Posted by Hello

Engin ummæli: