föstudagur, desember 21, 2007

Sósi óskar öllum til sjávar og sveita, hvað sem þeir heita gleðilegra jóla og farsæls komandi árs.

Gangið hægt um gleðinnar dyr elskurnar mínar og verið góð við menn og málleysingja yfir hátíðarnar.
Sósi kemur ferskur inn á nýju ári með glænýtt efni sem mun valda upplausn í þjóðfélaginu, so stay tuned and focused.

PS. Munið síðan að slökkva á öllum kertum áður en þið farið að sofa og látið það verða ykkar síðasta verk fyrir jólinn að kaupa slökkvitæki og reykskynjara ef þið eruð ekki þegar búin að því.

miðvikudagur, desember 19, 2007

Mikið að gera hjá Ella

Eins og flestir vita, þá hefur verið mikið að gera hjá Elíasi undanfarna mánuði við að brjóta niður helstu hlutabréfamarkaði heims og byggja þá upp aftur, með það eitt að leiðarljósi að hámarka ágóða sinn í þessum harða heimi viðskiptanna. En nú hefur Elli einn síns liðs komið af stað heimskreppu sem sér ekki fyrir endann á. Mikið hefur verið að gera hjá Ella við að svara í símann, þar sem miðlarar héðan og þaðan reyna að afla skýringa á því hvernig einn maður getur staðið fyrir þvílíkum darraðardansi á mörkuðum með einungis hundraðþúsundkall til þess að spila úr. Hér til hliðar má sjá mynd af Elíasi þar sem hann svarar í símann staddur í New York með allt niður um sig (Lulli á hugmyndina að gemsaklefanum).
Þar skall hurð nærri hælum
Smyglarar skutu á þyrlu jólasveinsins
Dópsmyglarar í borginni Rio de Janeiro í Brasilíu hófu skothríð á þyrlu sem var með jólasvein innanborðs. Var hann á leið til einna af fátækari hverfum borgarinnar til að færa börnum þar gjafir. Smyglararnir héldu að um þyrlu á vegum lögreglunnar væri að ræða og skutu því í átt að henni. Allir sluppu ómeiddir frá atvikinu, en byssukúlurnar gerðu tvö göt á eldsneytistank vélarinnar.
Skotárásin kom ekki að sök, því sveinki heimsótti börnin í hverfinu og gaf þeim gjafirnar. Í samtali við brasilísku sjónvarpsstöðina TV Globo játaði hann þó að hann hefði óttast að þyrlan myndi brotlenda. Hann náði aftur á móti ró sinni á ný þegar hann sá hversu yfirvegaður flugmaðurinn var.
Voru hreyndýrin með gubbupest?

þriðjudagur, desember 18, 2007

Mynd ársins að mati Unicef

mánudagur, desember 17, 2007

Stálu fæti af helgum manni

Helgur maður á Indlandi er að ná sé á sjúkrahúsi eftir að tveir menn réðust á hann og skáru af honum hægri fótlegginn fyrir neðan hné og stálu honum. Yanadi Kondaiah er áttræður helgur maður sem hélt því fram að þeir sem snertu fótlegg hans hlytu blessun.
Þjófarnir hittu Kondaiah í þorpi nærri borginni Tirupati og báðu hann um að nota náðargáfu sína til að hjálpa sér. Þeir helltu hinn helga mann fullan í útjaðri þorpsins og skáru af honum fótlegginn með sigð eftir að hann hafði misst meðvitund af drykkju.
Litlu munaði að hinum helga manni blæddi út en honum var komið á sjúkrahús þar sem hann er á batavegi.
Samkvæmt Ananova fréttavefnum sagðist Kondaiah ekki skilja hvers vegna mennirnir réðust á hann með þessum hætti. „Ég hef ávalt verið góður við aðra og hjálpað öllum sem til mín leita. Hvernig stendur þá á því að ég lendi í þessu?” Var haft eftir hinum helga manni.