Mikið að gera hjá Ella
Eins og flestir vita, þá hefur verið mikið að gera hjá Elíasi undanfarna mánuði við að brjóta niður helstu hlutabréfamarkaði heims og byggja þá upp aftur, með það eitt að leiðarljósi að hámarka ágóða sinn í þessum harða heimi viðskiptanna. En nú hefur Elli einn síns liðs komið af stað heimskreppu sem sér ekki fyrir endann á. Mikið hefur verið að gera hjá Ella við að svara í símann, þar sem miðlarar héðan og þaðan reyna að afla skýringa á því hvernig einn maður getur staðið fyrir þvílíkum darraðardansi á mörkuðum með einungis hundraðþúsundkall til þess að spila úr. Hér til hliðar má sjá mynd af Elíasi þar sem hann svarar í símann staddur í New York með allt niður um sig (Lulli á hugmyndina að gemsaklefanum).
Engin ummæli:
Skrifa ummæli