Smyglarar skutu á þyrlu jólasveinsins
Dópsmyglarar í borginni Rio de Janeiro í Brasilíu hófu skothríð á þyrlu sem var með jólasvein innanborðs. Var hann á leið til einna af fátækari hverfum borgarinnar til að færa börnum þar gjafir. Smyglararnir héldu að um þyrlu á vegum lögreglunnar væri að ræða og skutu því í átt að henni. Allir sluppu ómeiddir frá atvikinu, en byssukúlurnar gerðu tvö göt á eldsneytistank vélarinnar.
Skotárásin kom ekki að sök, því sveinki heimsótti börnin í hverfinu og gaf þeim gjafirnar. Í samtali við brasilísku sjónvarpsstöðina TV Globo játaði hann þó að hann hefði óttast að þyrlan myndi brotlenda. Hann náði aftur á móti ró sinni á ný þegar hann sá hversu yfirvegaður flugmaðurinn var.
Skotárásin kom ekki að sök, því sveinki heimsótti börnin í hverfinu og gaf þeim gjafirnar. Í samtali við brasilísku sjónvarpsstöðina TV Globo játaði hann þó að hann hefði óttast að þyrlan myndi brotlenda. Hann náði aftur á móti ró sinni á ný þegar hann sá hversu yfirvegaður flugmaðurinn var.
Voru hreyndýrin með gubbupest?
Engin ummæli:
Skrifa ummæli