fimmtudagur, febrúar 02, 2006

Sleðinn sem sló Sósa í bakið er komin í yfirhalningu og mun brátt fá sitt upprunalega útlit á ný!

Sósi er nú allur að braggast og er að spá í að setja í gríngírinn í næstu viku. Síðustu vikur hafa farið í það að ná bata og liggja uppi í rúmi eins og skata. Nú ætlar Sósi loksins að fara í það að viða að sér efni til þess að gera grín að vinum og vandamönnum því af nógu er að taka. Tékkið á þessu http://www.flurl.com/uploaded/Eurovision_lagid_55040.html Þetta er lagið sem Silvía Nótt syngur næstkomandi laugardag í forkeppni Eurovisionkeppninar. Þetta lag er nokkuð skondið og því spáir Sósi því sigri í keppninni, bæði hér heima og erlendis.