fimmtudagur, nóvember 17, 2005

Mæja Melóna!

Samfylkingin skartar Mæju Melónu á sínum poster.
Nýjar aðferðir brúkaðar í kosningabaráttu í síharðnandi kvennabaráttu!

Senn líður að kosningum og Sósi og hans menn hafa þegar sett sig í stellingar. Sósamenn hafa tekið sér það byssuleyfi að setja saman veggspjöld sem nýst gætu flokkunum í þeirri harðri kosningabaráttu sem framundan er. Sósi vildi gjarnan fá komment á veggspjöldin og væri skemmtilegt ef fólk myndi velja versta og besta. Fyrsta veggspjaldið sem við birtum hér er frá Sjálfstæðisflokknum. Flokkurinn skartar á því nýkjörnum varaformanni og kvennskörungi til margra ára.
Mótmælir tilveru tölvunnar!

Jórunn Pálsdóttir Loðmfjörð hefur nú setið í þrjá daga samfleytt fyrir framan stjórnarráð Íslands og mótmælt tilveru tölvunnar. Einhverra hluta vegna kýs hún að mótmæla á ensku og sagði við blaðamenn að hún vildi ná eyrum sem flestra. Þegar hún var spurð út í mótmælin þá hafði hún þetta að segja. "Mér finnst bara vera komið nóg. Helvítis tölvurnar eru að taka yfir og mér líst bara hreinlega ekkert á blikuna. T.d. þá er hann Jói minn algerlega hættur að horfa á mig girndaraugum eins og hann gerði áður en hann keypti þennan andsk. lapptopp. Hann er alltaf í tölvunni og sinnir ekki skyldum sínum á neinn hátt. Hann var maður á uppleið ekki alls fyrir löngu, en nú er hann þræll tölvunnar". Jórunn ætlar sér að halda mótmælunum til streytu þar til Jói skilur við lapptoppinn. Ekki náðist í Jóa vegna málsins, enda upptekinn í tölvunni.
Elías keypti sér nýja sköfu!

Sá fáheyrði atburður átti sér stað samkvæmt heimildarmanni Sósa.is að Elías Illugason endurskoðandi, keypti sér sköfu á bensínstöð Esso við Fellsmúla. Elías sagði við blaðamenn er þustu á staðinn að þetta hefði lengi staðið til en nú hefði hann látið slag standa, enda fengið væna fúlgu frá skattinum helv. melurinn. "Kerlinginn er líka búin að kvabba í mér allt frá því ég kynntist henni og setti mér stólinn fyrir dyrnar. Annað hvort skafa í bílinn eða stræk á fílinn sagði hún alveg óð" sagði Elías er hann brunaði í burtu með sköfuna undir hendi. Þessi mynd var tekin af Elíasi fyrir framan heimili sitt í Sundaborginni og sýnir Ella skafa með fílófaxinu sínu af áfergju, búinn að tína sköfunni sem hann keypti fyrr um daginn. Birna spúsa Ella brosir í kampinn, enda ekki annað hægt þegar annar eins vitleysingur er á ferð.
Líkami fyrir lífið!ÓskarSigurðsson og Rakel Pálsdóttir tóku þátt í átakinu "Líkami fyrir lífið" ekki alls fyrir löngu og hafa nú lokið 12 vikna prógrammi. Óskar er 35 ára Landfræðingur. Honum leið ekki vel andlega og líkamlega og ákvað að taka áskoruninni. Hann var fastur í viðjum vananns en ákvað að yfirstíga allar hindranir og líta þær jákvæðum augum. Hann náði frábærum árangri, missti 11,6 kg, 14 cm af mittinu, 2 cm af tippinu og fituhlutfall fór úr 27% í 15,5%. Líðan hans er líka eftir því "Ég er fullur orku, fullur allar helgar og miklu jákvæðari í alla staði".
Rakel er 35 ára þjóðfræðingur. Hún tók þátt í áskoruninni vegna þess að hún var komin með miklu meira en nóg af sjálfri sér. Hún komst ekki í þau föt sem hana langaði að fara í, þolið var ekkert og sjálfsvirðingin í algeru lágmarki.
"Hvatningin mín var hiklaust bikiní, líkami fyrir lífið og reynslusögurnar. Ef það kom fyrir að ég átti eitthvað erfitt með að halda mig við efnið, þá tók ég fram myndirnar, las í bókinni og hélt áfram. Ég þurfti stöðugt að vera að hugsa að ég gæti þetta alveg eins og hinir á undan. Þegar ég byrjaði var ég 78 kg. með 24% fitu, mjaðmir 102 cm og mitti 82 cm. Þegar þessu var lokið var ég 72 kg og með 18,8% fitu, maðmir komnar niður í 96 cm og mitti í 75 cm. Í heildina fóru 48,5 cm. Sjálfstraustið er orðið miklu betra og ég er ánægð mes sjálfa mig í fyrsta skipti í langan tíma. Mér finns ég geta allt fyrst ég gat þetta. Ég hef sett mér fleiri markmið og er byrjuð á þeim og ég veit að ég get þetta fyrst ég kláraði þessa áskorun. Þetta var einhvern vegin í fyrsta skipti sem ég kláraði eitthvað alveg ein út frá ákvörðun sem ég tók sjálf
Myoplex Lite og Myoplex Lite nammistangirnar hjálpuðu mér mest. Ég tók líka hreint prótein. Þetta hjálpaði mér svo mikið frá því að háma í mig og ég verð alveg södd af Myoplexinu. Nammið bjargaði mér líka alveg. Það er engin spurning að ég myndi ráðleggja öðrum að nota EAS vörurnar því þær hjálpa mér að ná settu marki. Án þeirra hefði ég ekki getað þetta" sagði Rakel langorða og sletti í sig einum svellkaldum Myoplex og einni léttri nammistöng.