Mótmælir tilveru tölvunnar!
Jórunn Pálsdóttir Loðmfjörð hefur nú setið í þrjá daga samfleytt fyrir framan stjórnarráð Íslands og mótmælt tilveru tölvunnar. Einhverra hluta vegna kýs hún að mótmæla á ensku og sagði við blaðamenn að hún vildi ná eyrum sem flestra. Þegar hún var spurð út í mótmælin þá hafði hún þetta að segja. "Mér finnst bara vera komið nóg. Helvítis tölvurnar eru að taka yfir og mér líst bara hreinlega ekkert á blikuna. T.d. þá er hann Jói minn algerlega hættur að horfa á mig girndaraugum eins og hann gerði áður en hann keypti þennan andsk. lapptopp. Hann er alltaf í tölvunni og sinnir ekki skyldum sínum á neinn hátt. Hann var maður á uppleið ekki alls fyrir löngu, en nú er hann þræll tölvunnar". Jórunn ætlar sér að halda mótmælunum til streytu þar til Jói skilur við lapptoppinn. Ekki náðist í Jóa vegna málsins, enda upptekinn í tölvunni.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli