fimmtudagur, nóvember 17, 2005

Líkami fyrir lífið!



ÓskarSigurðsson og Rakel Pálsdóttir tóku þátt í átakinu "Líkami fyrir lífið" ekki alls fyrir löngu og hafa nú lokið 12 vikna prógrammi. Óskar er 35 ára Landfræðingur. Honum leið ekki vel andlega og líkamlega og ákvað að taka áskoruninni. Hann var fastur í viðjum vananns en ákvað að yfirstíga allar hindranir og líta þær jákvæðum augum. Hann náði frábærum árangri, missti 11,6 kg, 14 cm af mittinu, 2 cm af tippinu og fituhlutfall fór úr 27% í 15,5%. Líðan hans er líka eftir því "Ég er fullur orku, fullur allar helgar og miklu jákvæðari í alla staði".
Rakel er 35 ára þjóðfræðingur. Hún tók þátt í áskoruninni vegna þess að hún var komin með miklu meira en nóg af sjálfri sér. Hún komst ekki í þau föt sem hana langaði að fara í, þolið var ekkert og sjálfsvirðingin í algeru lágmarki.
"Hvatningin mín var hiklaust bikiní, líkami fyrir lífið og reynslusögurnar. Ef það kom fyrir að ég átti eitthvað erfitt með að halda mig við efnið, þá tók ég fram myndirnar, las í bókinni og hélt áfram. Ég þurfti stöðugt að vera að hugsa að ég gæti þetta alveg eins og hinir á undan. Þegar ég byrjaði var ég 78 kg. með 24% fitu, mjaðmir 102 cm og mitti 82 cm. Þegar þessu var lokið var ég 72 kg og með 18,8% fitu, maðmir komnar niður í 96 cm og mitti í 75 cm. Í heildina fóru 48,5 cm. Sjálfstraustið er orðið miklu betra og ég er ánægð mes sjálfa mig í fyrsta skipti í langan tíma. Mér finns ég geta allt fyrst ég gat þetta. Ég hef sett mér fleiri markmið og er byrjuð á þeim og ég veit að ég get þetta fyrst ég kláraði þessa áskorun. Þetta var einhvern vegin í fyrsta skipti sem ég kláraði eitthvað alveg ein út frá ákvörðun sem ég tók sjálf
Myoplex Lite og Myoplex Lite nammistangirnar hjálpuðu mér mest. Ég tók líka hreint prótein. Þetta hjálpaði mér svo mikið frá því að háma í mig og ég verð alveg södd af Myoplexinu. Nammið bjargaði mér líka alveg. Það er engin spurning að ég myndi ráðleggja öðrum að nota EAS vörurnar því þær hjálpa mér að ná settu marki. Án þeirra hefði ég ekki getað þetta" sagði Rakel langorða og sletti í sig einum svellkaldum Myoplex og einni léttri nammistöng.

Engin ummæli: