miðvikudagur, nóvember 09, 2005

Upp komast svika siðir!


Frú Loðmfjörð skrapp til Lundúna á sunnudaginn og héldu allir að hún væri að fara utan vegna vinnu sinnar. Hún gaf þá skýringu á ferð sinni, að hún væri að fara út með fjölmiðlafólk til þess að taka viðtal við Sr. David Attenborough útaf nýrri bók sem verið er að gefa út nú fyrir jólin. En upp komast svika siðir! Fréttaritari Sósa í Lundúnum náði þessari mynd af Lommunni þar sem hún ásamt milljónamæringnum Svanhildi Hólm, skeiðaði á milli búða í algerum tryllingi með Visakortið rauðglóandi á lofti. Að sögn ritaranns léku þær stöllur við hvurn sinn fingur og bogaði af þeim svitinn er þær rifu nýjasta tískuvarninginn úr hillum ekki ódýrari verslana en Cucci enda báðar með svimandi há laun og eftirlaunagreiðslur. Er fréttaritarinn gaf sig á tal við stellurnar hrukku þær í kút og sögðu við hann að þetta mætti alls ekki fréttast. "Við bara ráðum ekki við okkur, við bara verðum að versla og versla þangað til allur aur er uppurinn. Þannig er þetta bara og ekkert við því að segja. Sr. David getur bara étið það sem úti frýs, hann kemst ekki upp á milli okkar og Gucci, höfum það alveg á hreinu" sagði Lomman og bað um að þetta yrði ekki haft eftir sér. Skömmu seinna sást verslunarsleikir bætast í hópinn, en hann er líka úr Þingholtunum og með ótakmarkaða heimild á kortinu sínu svo ekki skánaði ástandið. Von er á Lommunni heim í dag með Bláfugli, en ekki dugði minni vél en fraktvél til þess að koma kellingunni heim ásamt öllu góssinu.

Engin ummæli: