mánudagur, október 01, 2007


Lommann byrjuð í ræktinni (staðfest frétt)!
Sósa voru nú rétt í þessu að berast þær fréttir til eyrna að Lommukvikindið væri byrjuð í ræktinni. Því fylgdi einnig sögunni að sá "Aldni" væri einnig að hugsa sér til hreyfings og mætti gera ráð fyrir að hann myndi jafnvel sjást taka sporið á Sissí machine á allra næstu dögum. Þeim sem langar að bera Lommuna augum í ræktinni er bent á að mæta niður í Laugar í hádeginu alla virka daga, hún er víst að verða hrikaleg.

Oliver með nýstárlegt matarboð
Olivier sendi Sósa þess mynd í síðustu viku með þeim skilaboðum að Sósa, Lommu og niðjum þeirra væri boðið til veislu aðra helgi. Honum hefði nefnilega áskotnast bjarndýr (guð má vita hvernig) sem hann ætlar sér að grilla ofan í mannskapinn. "Þetta verður helvíti fínt, ég ætla að grilla hann í heilu og bera hann fram léttgrillaðan (raw) með dass af kartöflustöppu og skvettu af hrútaberjasósu, þessu verður síðan skolað niður með Kláravíni sem mér áskotnaðist á ferð minni um Ísland árið 2003" sagði Olli við Sósa er hann hringdi í hann til að þyggja boðið.
Sósi er nú alvarlega að velta því fyrir sér að þykjast vera veikur.


Tívolídýfa

Þessi mynd náðist af Gurrý í Króatíu þegar hún tók sitt víðfræga stökk "tívolídýfuna" í sundlaugargarðinum fyrir framan hótelið sem hún og Bergurinn gistu á. Gurrý gerði einmitt garðinn frægann með þessu sama stökki í sundlauginni í Hveragerði árið 1982. "Ég datt bara allt í einu í megagír og ákvað að taka þetta stökk sem ég hef reyndar ekki gert í mörg ár. Það lá bara svo asskoti vel á mér" sagði Gurrý við Sósa í stuttu símaviðtali fyrir skömmu. Stökkið vakti einkum lukku fyrir það hvursu fótaburður dívunar var ankannalegur, en hún bretti einhvern vegin upp á iljarnar á einhvern óskiljanlegan og ómögulegan hátt. Stökkið var einnig alltaf tekið með armkútum ef illa skyldi fara í lendingunni. Svenni vildi ekkert láta hafa eftir sér er falast var eftir viðbrögðum, enda grútþunnur í bleyju úti á svölum.


Megafyllerí í Króatíu
Sveinberg Gíslason vinur Sósa skellti sér til Króatíu fyrir rúmri viku síðan en er blessunarlega komin til baka heill á húfi. Svenni sendi Sósa þessa mynd af sér sem spúsa hans Guðríður Indriðadóttir tók af honum er hann kom heim af djamminu eitt kvöldið. Sósa lék forvitni á að vita hvernig í fjáranum þetta hefði komið til og setti sig því í samband við kallinn. "Djísús Sósi, þetta var svo mikið fyllerí þessi helv.. ferð að ég held að ég hafi aldrei lent í öðru eins. Ég var víst svo fullur og ruglaður þarna um kvöldið að strákarnir sáu sér ekki annað fært en að setja á mig þessar hömlur". Það tók Guddu 4 tíma að losa Berginn úr prísundinni og er síðasta teipræman fór af kom í ljós að hann var lika í bleyju.
Gurrý lét kallinn sofa út á svölum þessa nótt!