mánudagur, október 01, 2007



Tívolídýfa

Þessi mynd náðist af Gurrý í Króatíu þegar hún tók sitt víðfræga stökk "tívolídýfuna" í sundlaugargarðinum fyrir framan hótelið sem hún og Bergurinn gistu á. Gurrý gerði einmitt garðinn frægann með þessu sama stökki í sundlauginni í Hveragerði árið 1982. "Ég datt bara allt í einu í megagír og ákvað að taka þetta stökk sem ég hef reyndar ekki gert í mörg ár. Það lá bara svo asskoti vel á mér" sagði Gurrý við Sósa í stuttu símaviðtali fyrir skömmu. Stökkið vakti einkum lukku fyrir það hvursu fótaburður dívunar var ankannalegur, en hún bretti einhvern vegin upp á iljarnar á einhvern óskiljanlegan og ómögulegan hátt. Stökkið var einnig alltaf tekið með armkútum ef illa skyldi fara í lendingunni. Svenni vildi ekkert láta hafa eftir sér er falast var eftir viðbrögðum, enda grútþunnur í bleyju úti á svölum.

Engin ummæli: