mánudagur, október 01, 2007


Oliver með nýstárlegt matarboð
Olivier sendi Sósa þess mynd í síðustu viku með þeim skilaboðum að Sósa, Lommu og niðjum þeirra væri boðið til veislu aðra helgi. Honum hefði nefnilega áskotnast bjarndýr (guð má vita hvernig) sem hann ætlar sér að grilla ofan í mannskapinn. "Þetta verður helvíti fínt, ég ætla að grilla hann í heilu og bera hann fram léttgrillaðan (raw) með dass af kartöflustöppu og skvettu af hrútaberjasósu, þessu verður síðan skolað niður með Kláravíni sem mér áskotnaðist á ferð minni um Ísland árið 2003" sagði Olli við Sósa er hann hringdi í hann til að þyggja boðið.
Sósi er nú alvarlega að velta því fyrir sér að þykjast vera veikur.

Engin ummæli: