föstudagur, apríl 25, 2008

Gas, Gas!

Það var skemmtilegt að fylgjast með fréttum í gær þegar allt ætlaði um kolla að keyra á bensínstöðinni við Rauðavatn, er trukkakallarnir voru að mótmæla því að þeir fá ekki að leggja sig í vinnunni og að þeir þurfu að borga fyrir bensínið sem þeir setja á bílana sína. Einkum var skemmtilegt að fylgjast með því er einn lögreglumaðurinn varð alvega gasalega pirraður og byrjaði að hrópa gas, gas, gas eins og það væri hans síðasta. Hér til hliðar sést vörður laganna vera að gasa mannskapinn við Rauðavatn alveg gasalegur.


Talsmaður snarvitlausra trukkabílstjóra Sturla nokkur Jónsson á kafi í eyturlyfjum?

http://www.sigurfreyr.com/sturla.html#for
Sósi segir "tékkaðu á þessu"

http://kvikmynd.is/video.asp?land=&offset=0&id=6061

miðvikudagur, apríl 23, 2008

Tívolí Gudda

Svona leit Tívolí Guddan út í gamla daga, syngjandi kát, hoj og slank sötrandi Trópí.
Tívolí Gudda er 36 vetra í dag!

Hinn lífsglaði og eiturhressi hvítvínsdrykkjsúklingur Guðríður Indriðadóttir, sem oftast er kennd við Tívolíið í Hveragerði á afmæli í dag. Við hér á Sósi.is óskum Hvítvíns buddunni hjartanlega til hamingju með afmælið og stefnir Sósi á að drekka með hennni a.m.k gallon af þeim göruga drykk í kvöld af því tilefni og jafnvel segja nokkrar drykkjusögur í leiðinnni.

Til hamingju með daginn Tívolídruslan þín!

mánudagur, apríl 21, 2008

Rassarnir komnir með ásjónu!Á rassgatinu í Reykjarfirði

Sósi fór ásamt fríðu föruneyti til Vestfjarða um helgina á snjósleða og hefur sjaldan farið í jafn skemmtilega ferð. Veðrið lék við okkur alla helgina, sól skein í heiði og mældist mesti vindstyrkur 0 m á sekúndu. Útsýnið af Drangjökli var því með mesta móti og ekki var laust við að það glitti í Grænland út við ysta sæ. Ferðalangarnir fóru meðal annars út að Hornbjargsvita, ofan í Hrafnsfjörð og niður í Reykjarfjörð þar sem menn týndu af sér spjarirnar og fóru á rassgatinu í sund. Mikil ljóstillifun var í lauginni og mátti sjá á botninum 100 ára gamla grænþörunga sem virtust unna hag sínum á þessum stað ákaflega vel. Myndin hér til hliðar var tekið við það tækifæri og ber góðan vinisburð um holdafar og ljósabekkjanotkun ferðalanganna.

Invisible Children

In the spring of 2003, three young Americans traveled to Africa in search of such as story. What they found was a tragedy that disgusted and inspired them. A story where children are weapons and children are the victims. The "Invisible Children: rough cut" film exposes the effects of a 20 year-long war on the children of Northern Uganda. These children live in fear of abduction by rebel soldiers, and are being forced to fight as a part of violent army. This wonderfully reckless documentary is fast paced, with an MTV beat, and is something truly unique. To see Africa through young eyes is humorous and heart breaking, quick and informative - all in the very same breath. See this film, you will be forever changed.

Skylduáhorf segir Sósi, linkur á heimildarmyndina hér að neðan.

http://video.google.com/videoplay?docid=3166797753930210643&hl=en