mánudagur, apríl 21, 2008

Á rassgatinu í Reykjarfirði

Sósi fór ásamt fríðu föruneyti til Vestfjarða um helgina á snjósleða og hefur sjaldan farið í jafn skemmtilega ferð. Veðrið lék við okkur alla helgina, sól skein í heiði og mældist mesti vindstyrkur 0 m á sekúndu. Útsýnið af Drangjökli var því með mesta móti og ekki var laust við að það glitti í Grænland út við ysta sæ. Ferðalangarnir fóru meðal annars út að Hornbjargsvita, ofan í Hrafnsfjörð og niður í Reykjarfjörð þar sem menn týndu af sér spjarirnar og fóru á rassgatinu í sund. Mikil ljóstillifun var í lauginni og mátti sjá á botninum 100 ára gamla grænþörunga sem virtust unna hag sínum á þessum stað ákaflega vel. Myndin hér til hliðar var tekið við það tækifæri og ber góðan vinisburð um holdafar og ljósabekkjanotkun ferðalanganna.

Engin ummæli: