föstudagur, apríl 25, 2008

Gas, Gas!

Það var skemmtilegt að fylgjast með fréttum í gær þegar allt ætlaði um kolla að keyra á bensínstöðinni við Rauðavatn, er trukkakallarnir voru að mótmæla því að þeir fá ekki að leggja sig í vinnunni og að þeir þurfu að borga fyrir bensínið sem þeir setja á bílana sína. Einkum var skemmtilegt að fylgjast með því er einn lögreglumaðurinn varð alvega gasalega pirraður og byrjaði að hrópa gas, gas, gas eins og það væri hans síðasta. Hér til hliðar sést vörður laganna vera að gasa mannskapinn við Rauðavatn alveg gasalegur.


Engin ummæli: