Jórunn mætt til starfa jafn eggjandi og áður!
Jórunn Pálsdóttir Loðmfjörð hefur hafið störf við Melaskóla á ný samkvæmt áreiðanlegum heimildum bloggmiðilsins sósi.is. Mikil geðshræring greip um sig í skólanum er af fréttist og varð uppi fótur og fit, þó aðalega meðal karlpeningsins. Eins og flestir vita sem þekkja þessa geðþekku konu þá er hún mikill daðrari og á það til að ganga út í öfgar í þeim efnum. Þetta fór ekki framhjá karlpeningi Melaskóla er Jórunn starfaði þar síðast og gengu sögur um að hún hefði daðrað við hvern einasta karlmann í skólanum meðal annars son húsvarðarins sem gengur víst ekki heill til skógar. Heyrst hefur að sumir samkennarar Jórunnar hafi mætt með konur sínar til vinnu svo þeir fengju frið fyrir gæsinni. Sósi var mættur með vélina þegar Jórunn stýrði sinni fyrstu kennslustund í mjög svo eggjandi dressi og smellti af henni þessari mynd. Sósi varð vitni af því þegar samkennari Jórunnar kom inn í kennslustofuna og fékk lánað kennaratyggjó, að hún gjóaði sultarlega til honum augunum og sló síðan kennaraprikinu þéttingsfast í þjóhnappa hans er hann gekk út og öskraði síðan á eftir honum grrrrrrrrrrrrrrrr kjammmms ég ætla að éta þig sköndullinn þinn.
Annars er það að frétta af Jórunni að hún er flutt í siðmenninguna og hefur fjárfest í torfkofa í Garðabænum og leikur á alls oddi. Við á sósi.is óskum henni og hennar ektamanni til hamingju með kofann og vonum að þau leiki við hvurn sinn fingur í baðstofunni langt eftir aldri fram
"You can live to be a hundred if you give up all the things that make you want to live to be a hundred"
föstudagur, ágúst 26, 2005
þriðjudagur, ágúst 23, 2005
SÓSI ER ÞRJÁTÍU OG FIMM ÁRA Í DAG!
Húrra, húrra, húrra Sósi á afmæli í dag! Óskar Sigurðsson oft kallaður "Sósi" er þrjátíu og fimm ára í dag. Af því tilefni hefur alþýðubankinn í Argentínu ákveðið að gefa út peningaseðil þar ásjóna Sósa mun vekja hvað mesta athygli. Sósablogg er víst vinsælasta bloggsíðan í Argentínu sem er merkilegt fyrir þær sakir að þar talar ekki nokkuð maður baun í íslensku. "Þetta er vitnisburður um það hverus gríðarlega yfirburði þessi maður hefur á bloggsíðumarkaðnum" er haft eftir einum virtasta blogggagnrýnanda alheimsnetsins.
Húrra, húrra, húrra Sósi á afmæli í dag! Óskar Sigurðsson oft kallaður "Sósi" er þrjátíu og fimm ára í dag. Af því tilefni hefur alþýðubankinn í Argentínu ákveðið að gefa út peningaseðil þar ásjóna Sósa mun vekja hvað mesta athygli. Sósablogg er víst vinsælasta bloggsíðan í Argentínu sem er merkilegt fyrir þær sakir að þar talar ekki nokkuð maður baun í íslensku. "Þetta er vitnisburður um það hverus gríðarlega yfirburði þessi maður hefur á bloggsíðumarkaðnum" er haft eftir einum virtasta blogggagnrýnanda alheimsnetsins.
Elli Negla lætur sérsauma á sig vöðlur!
Sósi og Elli Negla vinur hans skelltu sér í Veiðivötn í vikunni sem leið og vöktu sérsaumaðar vöðlur Elíasar mikla athygli veiðimanna í vötnunum. Höfðu menn á orði að þetta væru líklega 500 lítra vöðlur og sögðust aldrei hafa séð annað eins. Elli sjálfur vakti líka mikla athygli er hann veltist þungstígur um Veiðivatnasvæðið og skyldi eftir sig sigdældir hvert sem hann fór. Einn húmoristinn í hópnum gaf sig á tal við Elías og spurði hann hvort hann mætti fá vöðlurnar hans lánaðar, því hann ætlaði að draga á vötnin með jeppanum sínum, taldi að í vöðlunum myndu rúmast c.a. 200 bleikjur. Þessari mynd smelltu veiðifélagar Elíasar af án hans vitundar er hann lá áfengisdauður inn í kofa. Að sögn Elíasar þá saumaði mamma hans þessar vöðlur upp úr uppskrift er birtist í 23. hefti Burda, sem var afmælisútgáfa þess feikivinsæla blaðs.
Sósi og Elli Negla vinur hans skelltu sér í Veiðivötn í vikunni sem leið og vöktu sérsaumaðar vöðlur Elíasar mikla athygli veiðimanna í vötnunum. Höfðu menn á orði að þetta væru líklega 500 lítra vöðlur og sögðust aldrei hafa séð annað eins. Elli sjálfur vakti líka mikla athygli er hann veltist þungstígur um Veiðivatnasvæðið og skyldi eftir sig sigdældir hvert sem hann fór. Einn húmoristinn í hópnum gaf sig á tal við Elías og spurði hann hvort hann mætti fá vöðlurnar hans lánaðar, því hann ætlaði að draga á vötnin með jeppanum sínum, taldi að í vöðlunum myndu rúmast c.a. 200 bleikjur. Þessari mynd smelltu veiðifélagar Elíasar af án hans vitundar er hann lá áfengisdauður inn í kofa. Að sögn Elíasar þá saumaði mamma hans þessar vöðlur upp úr uppskrift er birtist í 23. hefti Burda, sem var afmælisútgáfa þess feikivinsæla blaðs.
Sibba hætt í Apótekinu!
Sigurbjörg Símonardóttir móðir Sósa er hætt að vinna í apóteki að eigin sögn. "Þetta er bara orðið gott" sagði Sibba er hún var innt eftir því af blaðamönnum hverju sætti. "Nú langar mig bara að slaka á í faðmi bónda míns og kannski leika svolítið við barnabörnin" sagði kerlinginn hálf skælandi er hún gekk hröðum skrefum í burtu frá Smáratorgi þar sem hún hefur stundað vinnu sína síðastliðin fimm ár eða svo. Kom það blaðamönnum ankannarlega fyrir sjónir að Sigurbjörg skartaði veglegu yfirvaraskeggi og var spurð út í það er hún steig inn í bíl sinn á planinu, "þetta helvíti er í ættinni og er illviðráðanlegt" sagði Sibba að lokum, skellti á eftir sér hurðinni og brunaði í burtu í spánýju vesti að sögn þeirra sem til sáu.
Sigurbjörg Símonardóttir móðir Sósa er hætt að vinna í apóteki að eigin sögn. "Þetta er bara orðið gott" sagði Sibba er hún var innt eftir því af blaðamönnum hverju sætti. "Nú langar mig bara að slaka á í faðmi bónda míns og kannski leika svolítið við barnabörnin" sagði kerlinginn hálf skælandi er hún gekk hröðum skrefum í burtu frá Smáratorgi þar sem hún hefur stundað vinnu sína síðastliðin fimm ár eða svo. Kom það blaðamönnum ankannarlega fyrir sjónir að Sigurbjörg skartaði veglegu yfirvaraskeggi og var spurð út í það er hún steig inn í bíl sinn á planinu, "þetta helvíti er í ættinni og er illviðráðanlegt" sagði Sibba að lokum, skellti á eftir sér hurðinni og brunaði í burtu í spánýju vesti að sögn þeirra sem til sáu.
Dröbban slær ekki slöku við þó hálf áttræð sé!
Dröbban sló til veislu síðastliðinn laugardag í tilefni þess að hún komst á óræðan aldur í vikunni sem leið. Stúlkukindin var ekkert með neitt hálfkák hvað varðar veisluföng og bauð upp á Sushi með öllu tilheyrandi. Partýgestir gátu síðan valið úr því hvort þeir teyguðu öl úr krús eða sötruðu vesældarlega á rauðu eða hvítu með gómgætinu. Grínarar stigu á stokk og voru með allskyns fíflalæti. Þar fór fremstur í flokki Páll Framson sem lét gamminn geysa um Dröbbuna og lét sér fátt um finnast þó gestir fussuðu og sveiuðu af orðbragðinu sem hann lét út úr sér. Hótaði hann m.a. staðarhöldurum því að hann skyldi verpa í náðhúsi þeirra hjóna sama hvað raulaði og tautaði. Endaði hann síðan ræðu sína með því að gera alvöru úr þeim hótunum og gerði sexu að eigin sögn, en það er meira heldur en Framarar haf skorað í allt sumar. Dröfn var síðan með sitt eigið skemmtiatriði er hún íklæddist búningi sem hún hafði heklað fyrir tilefnið og dansaði villtan magadans við trylltan fögnuð viðstaddra. Partýið leistist síðan upp í tóma vitleysu er Gunnar er kenndur er við Brynju steig á stokk og öskraði "Take on me" með AHA í forláta míkrófón sem staddur var í einu af barnaherbergi hússins. Gestir ruddust allir sem einn inn í herbergið og vildu tjúna upp græjuna og fara í keppni um hver væri besti söngvarinn í partýinu. Í kjölfar þess upphófust hópslagsmál vegna ágreinings um hver hefði í raun sigrað þó svo að engin hefði þurft að velkjast í vafa um það enda Sósi alkunnur Karíókí sprelligosi. Sumir gengu meira að segja svo langt að saka maka sinn um að hafa rangt við, en varð ekki kápan úr því klæðinu enda við ramman reip að draga. Sem sé geysigott partýstuð, takk fyrir það GAMLA!
Dröbban sló til veislu síðastliðinn laugardag í tilefni þess að hún komst á óræðan aldur í vikunni sem leið. Stúlkukindin var ekkert með neitt hálfkák hvað varðar veisluföng og bauð upp á Sushi með öllu tilheyrandi. Partýgestir gátu síðan valið úr því hvort þeir teyguðu öl úr krús eða sötruðu vesældarlega á rauðu eða hvítu með gómgætinu. Grínarar stigu á stokk og voru með allskyns fíflalæti. Þar fór fremstur í flokki Páll Framson sem lét gamminn geysa um Dröbbuna og lét sér fátt um finnast þó gestir fussuðu og sveiuðu af orðbragðinu sem hann lét út úr sér. Hótaði hann m.a. staðarhöldurum því að hann skyldi verpa í náðhúsi þeirra hjóna sama hvað raulaði og tautaði. Endaði hann síðan ræðu sína með því að gera alvöru úr þeim hótunum og gerði sexu að eigin sögn, en það er meira heldur en Framarar haf skorað í allt sumar. Dröfn var síðan með sitt eigið skemmtiatriði er hún íklæddist búningi sem hún hafði heklað fyrir tilefnið og dansaði villtan magadans við trylltan fögnuð viðstaddra. Partýið leistist síðan upp í tóma vitleysu er Gunnar er kenndur er við Brynju steig á stokk og öskraði "Take on me" með AHA í forláta míkrófón sem staddur var í einu af barnaherbergi hússins. Gestir ruddust allir sem einn inn í herbergið og vildu tjúna upp græjuna og fara í keppni um hver væri besti söngvarinn í partýinu. Í kjölfar þess upphófust hópslagsmál vegna ágreinings um hver hefði í raun sigrað þó svo að engin hefði þurft að velkjast í vafa um það enda Sósi alkunnur Karíókí sprelligosi. Sumir gengu meira að segja svo langt að saka maka sinn um að hafa rangt við, en varð ekki kápan úr því klæðinu enda við ramman reip að draga. Sem sé geysigott partýstuð, takk fyrir það GAMLA!
Hestur deyr úr hlátri í Haukadal!
Börn Sósa brugðu sér á bak í sumarfríinu í boði konunnar sem á þau með honum. Ekki vildi betur til en svo að ein skepnan drapst úr hlátri þegar elsta barn Sósa gerði sig líklega til þess stíga á bak. "Þetta hefur einu sinni gerst áður, en það var þegar Halli og Laddi brugðu sér hér á bak fyrir um 20 árum síðan" sagði Jörgensína Böðmóðsdóttir frænka Haralds frá Mykjutóftum sem rekur hestaleiguna, er hún var innt eftir hverju sætti. Mikil og djúp sorg hefur nú ríkt um allnokkurt skeið á Böðmóðsstöðum enda var þessi skepna verðlaunabykkja og hafði unnið til fjölda verðlauna sem slík. Skepnan verðu grafinn með viðhöfn næsta föstudag og munu Ómar Ragnarsson og furstinn af Zansibar syngja útfararsálma af því tilefni. Útvarp Úthlíð mun vera með útsendingu frá þessum viðburði allan föstudaginn auk þess að vera með fjársöfnun til handa aðstandendum sem eiga um sárt að svindla þessa dagana.
Börn Sósa brugðu sér á bak í sumarfríinu í boði konunnar sem á þau með honum. Ekki vildi betur til en svo að ein skepnan drapst úr hlátri þegar elsta barn Sósa gerði sig líklega til þess stíga á bak. "Þetta hefur einu sinni gerst áður, en það var þegar Halli og Laddi brugðu sér hér á bak fyrir um 20 árum síðan" sagði Jörgensína Böðmóðsdóttir frænka Haralds frá Mykjutóftum sem rekur hestaleiguna, er hún var innt eftir hverju sætti. Mikil og djúp sorg hefur nú ríkt um allnokkurt skeið á Böðmóðsstöðum enda var þessi skepna verðlaunabykkja og hafði unnið til fjölda verðlauna sem slík. Skepnan verðu grafinn með viðhöfn næsta föstudag og munu Ómar Ragnarsson og furstinn af Zansibar syngja útfararsálma af því tilefni. Útvarp Úthlíð mun vera með útsendingu frá þessum viðburði allan föstudaginn auk þess að vera með fjársöfnun til handa aðstandendum sem eiga um sárt að svindla þessa dagana.
Fílapabbi fílar ekki fílabörnin gráu!
Sósi brá sér í húsdýragarðinn um helgina og sá þá sér til mikillar undrunar að þar höfðust við fílar í einu gerðinu. Er Sósi innti starfsmann húsdýragarðsins eftir því hverju þessu sætti, svaraði hann því til að þetta væri tilraun hjá þeim sem reynsla ætti eftir að komast á. "Annars hefur þetta gengið hálf illa. Fílapabbi fílar ekki ungviðið í gerðinu og á það til að bregða fyrir því fæti eða réttara sagt rana þegar sá gállinn er á honum". Sagði starfsmaðurinn Fjósa Gúndi að lokum við Sósa er hann kvaddi hann með virktum á kafi í taði í hlöðunni.
Sósi brá sér í húsdýragarðinn um helgina og sá þá sér til mikillar undrunar að þar höfðust við fílar í einu gerðinu. Er Sósi innti starfsmann húsdýragarðsins eftir því hverju þessu sætti, svaraði hann því til að þetta væri tilraun hjá þeim sem reynsla ætti eftir að komast á. "Annars hefur þetta gengið hálf illa. Fílapabbi fílar ekki ungviðið í gerðinu og á það til að bregða fyrir því fæti eða réttara sagt rana þegar sá gállinn er á honum". Sagði starfsmaðurinn Fjósa Gúndi að lokum við Sósa er hann kvaddi hann með virktum á kafi í taði í hlöðunni.
mánudagur, ágúst 22, 2005
Mígandi fullir mígandi unglingar í miðbæ Reykjavíkur á menningarnótt!
Mikil ölvun var í miðbæ Reykjavíkur á menningarnótt og létu unglingar þar mikið að sér kveða. Blaðamenn Sósa fóru eins og aðrir í bæinn og smelltu nokkrum myndum af unglingunum þar sem þeir fóru hreinlega á kostum. Ekki var þverfótað fyrir mígandi unglingum og köstuð þeir af sér vatni þar sem þeir stóðu, jafnt konur sem karlar. Gamall maður sem átti leið fram hjá Ingólfstorgi lét hafa eftir sér að unglingarnir hefðu hreinlega verið mígandi fullir og hefði Sósi sjálfur ekki getað orðað það betur.
Mikil ölvun var í miðbæ Reykjavíkur á menningarnótt og létu unglingar þar mikið að sér kveða. Blaðamenn Sósa fóru eins og aðrir í bæinn og smelltu nokkrum myndum af unglingunum þar sem þeir fóru hreinlega á kostum. Ekki var þverfótað fyrir mígandi unglingum og köstuð þeir af sér vatni þar sem þeir stóðu, jafnt konur sem karlar. Gamall maður sem átti leið fram hjá Ingólfstorgi lét hafa eftir sér að unglingarnir hefðu hreinlega verið mígandi fullir og hefði Sósi sjálfur ekki getað orðað það betur.
Sósi gegnsósa í drullupytt - Öllu beint gegn Sósa
Sósi brá sé í sumarbústað með fjölskyldunni á dögunum og skemmti sér vonum framar. Eins og flestir vita þá hefur Sósi gaman af svaðilförum og af þeim sökum fór hann með fjölskylduna í eina slíka í sumarfríinu. Sósa datt það snjallræði í hug að aka torfærann slóða djöful sem liggur upp að Brúarárskörðum þar sem Brúará á upptök sín. Sósi tróð því krakkaskrílnum og kerlingarbeyglunni í jeppaskrjóð sem hann hafði fengið lánaðan (til þess að koma öllum farangrinum sem beyglan vildi hafa með sér í bústaðinn) og brunaði af stað. Um leið og hersingin hélt af stað byrjaði náttúrulega að hellirigna og allir vegir jafnt sem slóða urðu gegnsósa og fannst Sósa sem þessu helliregni væri beint gegn Sósa. Sósi lét þó þetta ekki stoppa sig og hélt ótrauður áfram för sinni að Brúarárskörðum. Nokkrum sinnum festist Sósi í gegnsósa veginum og fannst Sósa þá að allt væri gegn Sósa í þessari ferð. Slóðasóðinn útbýjaði allan skrjóðinn í mígandi drullu og allt sat fast að lokum svo Sósi gat sig hvergi hreyft. Hjakkaði hann nú í drullunni drykklanga stund en náði þó að losa sig að lokum og var þá ákveðið að snúa við. Myndin hér að ofan var tekin af konu Sósa, Lommu lokkafögru er Sósi sat sem fastastur í drullupyttinum. Kerlingarálftin öskraði af hlátri að aðförunum og sagðist aldrei hafa séð annað eins. Sósi lét sér þó hvergi bregða, fíraði upp í einni feitri og brosti sínu breiðasta brosi, enda ekki vanur að láta svona smáræði slá sig út af laginu.
Sósi brá sé í sumarbústað með fjölskyldunni á dögunum og skemmti sér vonum framar. Eins og flestir vita þá hefur Sósi gaman af svaðilförum og af þeim sökum fór hann með fjölskylduna í eina slíka í sumarfríinu. Sósa datt það snjallræði í hug að aka torfærann slóða djöful sem liggur upp að Brúarárskörðum þar sem Brúará á upptök sín. Sósi tróð því krakkaskrílnum og kerlingarbeyglunni í jeppaskrjóð sem hann hafði fengið lánaðan (til þess að koma öllum farangrinum sem beyglan vildi hafa með sér í bústaðinn) og brunaði af stað. Um leið og hersingin hélt af stað byrjaði náttúrulega að hellirigna og allir vegir jafnt sem slóða urðu gegnsósa og fannst Sósa sem þessu helliregni væri beint gegn Sósa. Sósi lét þó þetta ekki stoppa sig og hélt ótrauður áfram för sinni að Brúarárskörðum. Nokkrum sinnum festist Sósi í gegnsósa veginum og fannst Sósa þá að allt væri gegn Sósa í þessari ferð. Slóðasóðinn útbýjaði allan skrjóðinn í mígandi drullu og allt sat fast að lokum svo Sósi gat sig hvergi hreyft. Hjakkaði hann nú í drullunni drykklanga stund en náði þó að losa sig að lokum og var þá ákveðið að snúa við. Myndin hér að ofan var tekin af konu Sósa, Lommu lokkafögru er Sósi sat sem fastastur í drullupyttinum. Kerlingarálftin öskraði af hlátri að aðförunum og sagðist aldrei hafa séð annað eins. Sósi lét sér þó hvergi bregða, fíraði upp í einni feitri og brosti sínu breiðasta brosi, enda ekki vanur að láta svona smáræði slá sig út af laginu.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)