Fílapabbi fílar ekki fílabörnin gráu!
Sósi brá sér í húsdýragarðinn um helgina og sá þá sér til mikillar undrunar að þar höfðust við fílar í einu gerðinu. Er Sósi innti starfsmann húsdýragarðsins eftir því hverju þessu sætti, svaraði hann því til að þetta væri tilraun hjá þeim sem reynsla ætti eftir að komast á. "Annars hefur þetta gengið hálf illa. Fílapabbi fílar ekki ungviðið í gerðinu og á það til að bregða fyrir því fæti eða réttara sagt rana þegar sá gállinn er á honum". Sagði starfsmaðurinn Fjósa Gúndi að lokum við Sósa er hann kvaddi hann með virktum á kafi í taði í hlöðunni.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli