mánudagur, ágúst 22, 2005

Sósi gegnsósa í drullupytt - Öllu beint gegn Sósa

Sósi brá sé í sumarbústað með fjölskyldunni á dögunum og skemmti sér vonum framar. Eins og flestir vita þá hefur Sósi gaman af svaðilförum og af þeim sökum fór hann með fjölskylduna í eina slíka í sumarfríinu. Sósa datt það snjallræði í hug að aka torfærann slóða djöful sem liggur upp að Brúarárskörðum þar sem Brúará á upptök sín. Sósi tróð því krakkaskrílnum og kerlingarbeyglunni í jeppaskrjóð sem hann hafði fengið lánaðan (til þess að koma öllum farangrinum sem beyglan vildi hafa með sér í bústaðinn) og brunaði af stað. Um leið og hersingin hélt af stað byrjaði náttúrulega að hellirigna og allir vegir jafnt sem slóða urðu gegnsósa og fannst Sósa sem þessu helliregni væri beint gegn Sósa. Sósi lét þó þetta ekki stoppa sig og hélt ótrauður áfram för sinni að Brúarárskörðum. Nokkrum sinnum festist Sósi í gegnsósa veginum og fannst Sósa þá að allt væri gegn Sósa í þessari ferð. Slóðasóðinn útbýjaði allan skrjóðinn í mígandi drullu og allt sat fast að lokum svo Sósi gat sig hvergi hreyft. Hjakkaði hann nú í drullunni drykklanga stund en náði þó að losa sig að lokum og var þá ákveðið að snúa við. Myndin hér að ofan var tekin af konu Sósa, Lommu lokkafögru er Sósi sat sem fastastur í drullupyttinum. Kerlingarálftin öskraði af hlátri að aðförunum og sagðist aldrei hafa séð annað eins. Sósi lét sér þó hvergi bregða, fíraði upp í einni feitri og brosti sínu breiðasta brosi, enda ekki vanur að láta svona smáræði slá sig út af laginu.Posted by Picasa

Engin ummæli: