þriðjudagur, ágúst 23, 2005

Hestur deyr úr hlátri í Haukadal!


Börn Sósa brugðu sér á bak í sumarfríinu í boði konunnar sem á þau með honum. Ekki vildi betur til en svo að ein skepnan drapst úr hlátri þegar elsta barn Sósa gerði sig líklega til þess stíga á bak. "Þetta hefur einu sinni gerst áður, en það var þegar Halli og Laddi brugðu sér hér á bak fyrir um 20 árum síðan" sagði Jörgensína Böðmóðsdóttir frænka Haralds frá Mykjutóftum sem rekur hestaleiguna, er hún var innt eftir hverju sætti. Mikil og djúp sorg hefur nú ríkt um allnokkurt skeið á Böðmóðsstöðum enda var þessi skepna verðlaunabykkja og hafði unnið til fjölda verðlauna sem slík. Skepnan verðu grafinn með viðhöfn næsta föstudag og munu Ómar Ragnarsson og furstinn af Zansibar syngja útfararsálma af því tilefni. Útvarp Úthlíð mun vera með útsendingu frá þessum viðburði allan föstudaginn auk þess að vera með fjársöfnun til handa aðstandendum sem eiga um sárt að svindla þessa dagana. Posted by Picasa

Engin ummæli: