þriðjudagur, ágúst 23, 2005

Sibba hætt í Apótekinu!



Sigurbjörg Símonardóttir móðir Sósa er hætt að vinna í apóteki að eigin sögn. "Þetta er bara orðið gott" sagði Sibba er hún var innt eftir því af blaðamönnum hverju sætti. "Nú langar mig bara að slaka á í faðmi bónda míns og kannski leika svolítið við barnabörnin" sagði kerlinginn hálf skælandi er hún gekk hröðum skrefum í burtu frá Smáratorgi þar sem hún hefur stundað vinnu sína síðastliðin fimm ár eða svo. Kom það blaðamönnum ankannarlega fyrir sjónir að Sigurbjörg skartaði veglegu yfirvaraskeggi og var spurð út í það er hún steig inn í bíl sinn á planinu, "þetta helvíti er í ættinni og er illviðráðanlegt" sagði Sibba að lokum, skellti á eftir sér hurðinni og brunaði í burtu í spánýju vesti að sögn þeirra sem til sáu.Posted by Picasa

Engin ummæli: