"You can live to be a hundred if you give up all the things that make you want to live to be a hundred"
fimmtudagur, janúar 27, 2005
Við frónverjar erum hálfpartinn að skíta í deigið á HM í handbolta. Rétt mörðum Kúveit í gær með 9 mörkum. Viggó kennir kuldanum í húsinu sem er víst við frostmark og dómurunum eins og venjulega. Hvaða endemisvitleysa er þetta í manninum? Andstæðingar okkar þurfa að glíma við alveg sömu aðstæður, og ekki finnst mér dómararnir hafa verið okkur eitthvað óhliðhollir. Við verðum teknir í óæðri endann ef við förum ekki að hysja upp um okkur buxurnar í þessari keppni. Eitt gleður þó augað í þessari keppni og það eru sænsku klappstýrurnar, þær klikka ekki frekar en fyrri daginn (ég hata samt Svía).
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli