fimmtudagur, janúar 27, 2005



Það á ekki af henni Sögu minni að ganga. Hún er búin að vera meira og minna veik núna í rúman mánuð. Núna er hún með vírus í auganu, hálsbólgu, kvef og hita, ælupest og síðan hóstar hún í sífellu. Grey kellingin, hún fékk sýkinguna í augað þrátt fyrir að hún sé að taka pensilín og það virðist allt ganga á afturfótunum. Hún er nú samt alveg ótrúlega hress og er ekkert að kvarta. Ég og Rakel sváfum því lítið í nótt. Rakel er heima með Sögu og ég ætla að vona að þær nái að sofa eitthvað fram eftir. Posted by Hello

Engin ummæli: