mánudagur, janúar 31, 2005

Helvíts Innflúennnnnsan!

Þetta er nú ekki búin að vera skemmtilega helgi. Ég og Saga með flensuna, Rakel með hálsbólgu, Siggi hoppandi um á annarri löppini eins og haltur héri og Stefanía með unglingaveikina. Í gær fékk ég svo vírus í augun eins og Saga og í morgun var Stefanía orðin veik. Til þess að reyna að sporna við því að fá ekki þessa helvítis flensu er best að forðast stress, svefnleysi og að keyra sig út á vinnu, en þessir þættir eru þekktir að því að veikja virkni ónæmiskerfisins og þar með hæfni þess til að verjast sýkingum. Ég er búin að vinna alltof mikið uppá síðkastið og þess vegna hef ég fengið þessa flensu (hefði átt að fara í flensusprautuna sem var boðið uppá hjá VGK, grrrrr). En nú hlýtur þessi veikindahryna sem dunið hefur á fjölskylduni að taka enda, annað væri ekki sanngjarnt. Saga hefur varla farið á leikskólann í mánuð.

Engin ummæli: